Gerðir kirkjuþings - 2005, Page 67

Gerðir kirkjuþings - 2005, Page 67
Lokaorð Það er mikið nauðsynjamál að kirkjan vinni að stöðugri endurskoðun á skipulagi sínu á ýmsum sviðum, en hér hefur aðeins verið fjallað um fáein atriði í innra stjómskipulagi kirkjunnar, sem nefndinni var falið að taka til skoðunar fyrir kirkjuþing 2005. Nefndarmenn hafa lagt áherslu á að halda sér við umíjöllunarefnið, sem nefndinni var falið að sinna. Það er ljóst að ekki verður fjallað um skipan prófastsdæma nema fjallað sé um leið um hlutverk prófasta og verkefni prófastsdæma. Það er mál nefhdarinnar að hugmyndir að breyttri skipan prófastsdæma hafi liðið fyrir að ekki hefur verið farið í heildstæða úttekt á stöðu prófasta út frá þeim breytingum sem þó hafa verið gerðar á verkefnum þeirra undanfarin ár. Það hefur komið í ljós að áherslur á viðfangsefnin em misjafnar eftir prófastsdæmum. í samráði nefndarinnar við prófasta hefur það meðal annars komið írarn að nokkra nauðsyn beri til að skýra það hlutverk, sem þeir hafa sem verkstjórar í prófastsdæmunum. Þar sem nefhdinni var ekki falið það sérstaklega af kirkjuþingi 2004, varð að ráði að benda á nauðsyn þess að farið yrði af stað með endurskoðun á hlutverki prófasta í Samráði við þá, en einnig um hlutverk vígslubiskupa að svo miklu leyti, sem það gæti skarast við hlutverk prófasta. Það er ekki óeðlilegt að staða þessara embætta og hlutverk séu í stöðugri skoðun, sérstaklega í ljósi þess að talsverðar breytingar hafa orðið í þessum efiium í Þjóðkirkjunni síðustu áratugi. Það er einróma skoðun kirkjuþingsnefndarinnar að það yrði mikill ávinningur fyrir kirkjuna ef við gætum sameinast um að þróa hugmyndina um samstarfssvæði sókna og prestakalla, sem sérstakt verkefhi, óháð því hvemig skipan prófastsdæma verður hverju sinni. Það er einnig mikil nauðsyn að fara yfir sáttaferlið í heild sinni innan kirkjunnar og hefur nefndin fengið mikla hvatningu í þeim efnum. Ég hef það svo að lokaorðum skýrslunnar, að Þjóðkirkjan þarf stöðugt að vera tilbúin að skoða lög og starfsreglur sínar í þeirri von að það leiði til betri stjómsýslu, öflugra kirkjustarfs og markvissari beitingu starfskraftanna í þágu boðunar og þjónustu. Framlag nefndarinnar í samráði við fjölmarga aðila og í öllu starifi hennar síðan á síðasta kirkjuþingi verður vonandi metið í ljósi þess að við emm að þjóna í kirkju siðbótarinnar, þar sem hið ytra skipulag á í öllum atriðum að þjóna inntaki fagnaðarerindisins um Jesú Krist, en einnig í ljósi þess að kirkjan er lifandi samfélag kristinna manna og lýðræðislega virk sem stofhun. Nefndarálit Kirkjuþing 2004 ákvað að bregðast við tillögum að ályktunum og umræðum um breytingu á skipan prófastsdæma og fyrirkomulagi kosninga til Kirkjuþings með skipun nefhdar sem hefur lagt skýrslu sína ffam til Kirkjuþings. Á héraðsfundum, prestastefnu og á fundi prófasta fór fram kynning á hugmyndum nefndarinnar og hlutu þær lítið brautargengi hvað varðar skipan prófastsdæma. I skýrslunni gerir nefndin grein fýrir forsendum sínum. Vinna nefiidarinnar var lögð fram fyrir Kirkjuþing í 6 hlutum. Unnið var í samráði við biskupafund og Kirkjuráð. Nefndin lagði ekki til breytingar á prófastsdæmaskipan en lætur biskupafundi eftir að meta fýrirliggjandi gögn.l 1. mál Kirkjuþings 2005 er í beinu framhaldi af vinnu nefndarinnar og einnig 9., 12., 15., og 17. mál. 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.