Gerðir kirkjuþings - 2005, Blaðsíða 71
8. mál
Starfsreglur um Samkirkjunefnd Þjóðkirkjunnar
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Dalla Þórðardóttir
1. gr.
Biskup Islands fer með samkirkjuleg mál fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Biskupi til
stuðnings er Samkirkjunefnd Þjóðkirkjunnar sem hann kallar saman með skipunarbréfi.
2. gr.
Hlutverk nefndarinnar er hafa yfirsýn og vera ráðgefandi um samskipti og tengsl
Þjóðkirkjunnar við aðrar kirkjur og kristin trúfélög bæði á íslandi og erlendis. Þar með
er talin þátttaka Þjóðkirkjunnar í samkirkjulegum stofnunum.
3-gr.
Samkirkjunefhd er skipað fimm fulltrúum og jafhmörgum til vara. Kirkjuþing kýs tvo,
Hjálparstarf kirkjunnar tilnefnir einn og Biskup íslands skipar tvo án tilnefningar og
skal annar vera formaður en hinn sitja í Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á íslandi og
er hann jafnframt varaformaður. Nefndin skiptir að öðru leyti með sér verkum.
Skipunartími er fjögur ár ffá 1. júlí árið eftir kjör til Kirkjuþings.
4. gr.
Samkirkjunefhd fundar tvisvar á ári og oftar ef þurfa þykir. Nefndin gerir biskupi
reglulega grein fyrir starfi sínu og skilar árlega skýrslu til biskups, sem hann leggur
fýrir Kirkjuþing og Kirkjuráð. Biskup leggur nefndinni til ritara, aðstöðu og rekstrarfé.
5. gr.
Framkvæmdanefiid Samkirkjunefndar mynda formaður Samkirkjunefndar og tveir
neftidarmenn, sem Samkirkjunefhd velur. Nefhdin sér um mál samkirkjunefndar milli
funda, undirbýr fundi og fýlgir ffam samþykktum gagnvart biskupi og þeim sem mál
varða.
6. gr.
Fulltrúar íslensku Þjóðkirkjunnar í erlendum kirknasamtökum og stofnunum, sem
Þjóðkirkjan á formlega aðild að, hafa rétt til fundarsetu og tillögurétt á fundum
nefndarinnar en ekki atkvæðisrétt.
7. gr.
Samkirkjunefhd gerir tillögur til biskups um fulltrúa íslensku Þjóðkirkjunnar í
samkirkjulegum nefndum, ráðum og stofhunum, sem Þjóðkirkjan er aðili eða ákveðið
er að starfa með. Skulu fulltrúar íslensku kirkjunnar skila skýrslum um starf sitt og
stofnana til nefndarinnar á ársfundi hennar sem haldin skal á fýrsta ársfjórðungi hvers
árs.
69