Gerðir kirkjuþings - 2005, Side 85
frammi í eina viku á Biskupsstofu og hjá próföstum. Heimilt er kjörstjóm að láta
kjörskrá liggja frammi á fleiri stöðum svo og að birta hana á svæði þjóðkirkjunnar á
Netinu.
Kjörstjóm auglýsir framlagningu kjörskrár og kæmfrest. Kæruheimild er bundin við
vígða menn sem em í Þjóðkirkjunni 1. apríl næstliðinn og í starfi þar. Hún úrskurðar
kærur, leggur niðurstöður fram á Biskupsstofu og birtir á vef kirkjunnar og gengur
endanlega frá kjörskrá innan viku frá lokum kæmfrests. Telst það nægileg birting fýrir
kæranda. Heimilt er að skjóta úrskurði kjörstjómar til yfirkjörstjómar Þjóðkirkjunnar,
innan þriggja daga frá því að úrskurðurinn var lagður fram og birtur á vef kirkjunnar.
Yfirkjörstjóm skal hafa lokið úrlausnum kæmmála innan viku frá því kæra barst.
Kjör vígðra manna
7- gr.
Þjónandi prestar og þjónandi djáknar í fullu starfi innan hvers kjördæmis, kjósa úr
sínum hópi einn kirkjuþingsmann fyrir kjördæmið og tvo til vara. í 1., 2. og 3.
kjördæmi skal þó kjósa tvo vígða menn og tvo til vara.
Prestur sem settur er til þjónustu til lengri tíma en eins árs samfellt njóta
kosningarréttar. Prestur sem settur er í embætti, þar sem ekki er skipaður prestur fyrir,
skal hafa kosningarrétt í því kjördæmi sem hann þjónar í. Prestur, sem sinnir
aukaþjónustu, getur ekki greitt atkvæði fyrir það embætti. Prestur í launalausu leyfi eitt
ár eða lengur, nýtur ekki kosningarréttar.
Djákni skal vera ráðinn til a.m.k. eins árs til að njóta kosningarréttar.
Utsending kjörgagna - Kosning
8. gr.
Eigi síðar en 1. maí á því ári þegar kjósa skal, sendir kjörstjóm öllum þeim sem
kosningarrétt eiga nauðsynleg kjörgögn, þ.e. skrá yfir tilnefningar til leikmanna,
kjörskrá vígðra manna, auðan kjörseðil, óáritað umslag, eyðublað fyrir yfirlýsingu
kjósandans um það að hann hafi kosið og umslag með utanáskrift kjörstjómar. Þá skal
fýlgja leiðbeining um það hvemig kosning fari ffarn.
Kjósandi ritar nöfii aðal- og varamanna er hann vill kjósa, setur kjörseðilinn í óáritaða
umslagið og lokar því. Hann fýllir út eyðublað fýrir yfirlýsingu og undirritar og leggur
gögnin í áritaða umslagið og sendir kjörstjóm og skulu gögnin hafa borist kjörstjóm
fýrir 20. maí.
Kjörgögn til vígðra þjóna og leikmanna skulu vera hvort með sínum lit.
Kjörstjóm við kirkjuþingskjör
9. gr.
Kjörstjóm skipa þrír menn til fjögurra ára.
Biskup skipar formann og varamann hans. Kirkjuþing kýs tvo kjörstjómarmenn og tvo
varamenn hvors þeirra um sig. Varamenn skulu kosnir í þeirri röð sem þeir taka sæti
aðalmanns.
Kjörstjómarmenn mega hvorki vera kirkjuþingsmenn eða varamenn þeirra né í föstu,
launuðu starfi hjá þjóðkirkjunni.
Kosning til kjörstjómar fer fram á þriðja reglulega Kirkjuþingi eftir kjör Kirkjuþings.
Biskup skal kunngera skipun formanns og varaformanns á því Kirkjuþingi, áður en
83