Gerðir kirkjuþings - 2005, Side 92
22. mál Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um
Prestssetrasjóð nr. 826/2000
Flutt af Bjama Kr. Grímssyni, Guðmundu Kristjánsdóttur og
Lárusi Ægi Guðmundssyni
Flm. Bjami Kr. Grímsson
1. gr.
10. gr. starfsreglnanna orðist svo:
Prestssetur skal ávallt tekið út við skil prests á því.
Viðtakandi prestur á rétt á því að fá prestssetur tekið út í hendur sér ef 1. mgr. á ekki
við, svo sem ef prestssetur hefúr ekki verið setið, eða ef um nýtt prestssetur er að ræða.
Við úttekt á prestssetursjörðum skal fylgja ákvæðum ábúðarlaga um ábúðarlok og
úttektir.
Kostnaður við úttektir við ábúðarlok á prestsetursjörðum og við skil á prestsbústað
greiðist af Prestssetrasjóði.
Stjóm sjóðsins ákveður hveiju sinni hvort prestssetur skuli tekið út eftir endurbætur á
því.
Stjóm Prestssetrasjóðs boðar til úttektar hveiju sinni og ákveður hver skuli vera fnlltrúi
sjóðsins við úttekt. Prófastur viðkomandi prófastsdæmis, eða fúlltrúi hans, skal vera
viðstaddur úttekt við prestaskipti.
Prófastur stýrir úttekt í prestsbústöðum sbr. starfsreglur um prófasta nr. 734/1998, en
skv. ákvæðum ábúðarlaga ráðherraskipaðir úttektarmenn á prestssetursjörðum.
2. gr.
Starfsreglur þessar sem settar em samkvæmt heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjóm og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 1. janúar 2006.
Greinargerð
Tillaga þessi miðar af því að gera breytingu á 10. gr. starfsreglna Prestssetrasjóðs um
stjóm úttekta til samræmis við þann vinnugang sem í raun tíðkast nú við úttektir og
gildandi ákvæða í ábúðarlögum.
Fyrstu tvær málsgreinar haldast óbreyttar.
I 5. gr. sérlaga um Prestssetrasjóð og 9. gr. starfsreglna um sjóðinn era skýr ákvæði um
að fylgja skuli ákvæðum ábúðarlaga og húsaleigulaga í samskiptum presta við
Prestssetrasjóð, eftir því sem við getur átt hveiju sinni. Lagt er til að ekki verði gerð
undantekning á því í starfsreglum um sjóðinn og því skuli einfaldlega fylgja ákvæðum
V-kafla ábúðarlaga þar sem fjallað er um framgang úttekta á lögbýlum við slíkar
úttektir.
A stárfsárinu hefur borið á því að umráðamenn prestssetursjarða hafa óskað eftir því að
fá ffamkvæmdir sínar á prestssetursjörðum teknar út og metnar, enda telja þeir sig
“sýna fram á nægilega hagsmuni sína af því”. Ekki kemur fram í starfsreglum sjóðsins
hverjir þessi hagsmunir þurfi að vera og því erfitt að synja slíkum beiðnum. Til þess að
öllum formsatriðum sé ftillnægt við slíkar úttektir og til þess að fyrirbyggja ágiæining
við skil á jörð síðar verður ekki hjá því komist að fá til þessa verks ráðherraskipaða
90