Gerðir kirkjuþings - 2005, Page 93
úttektarmenn skv. 39. gr. ábúðarlaga. Er því lagt til að ákvæði ábúðarlaga gildi um
framgang slíkra úttekta og það verði tekið til mats sem lögin kveða á um.
Þegar umráðamaður prestssetursjarðar óskar eftir úttekt er eðlilegt að hann beri kostnað
af henni. Er því lagt til að ákvæði ábúðarlaga gildi um greiðslu kostnaðar við slíka
úttekt.
Prestssetrasjóður greiðir eins og áður kostnað við úttekt við prestaskipti og ábúðarlok.
Áíram er lagt til að stjóm sjóðsins ákveði hvort prestssetur verði tekið út eftir
endurbætur á því, en telja verður að oftast sé hagsmunum sjóðsins best borgið með því
að úttekt sé gerð, þótt undantekningu megi gera þar á. Er því lagt til að sú setning standi
óbreytt.
Undantekningalaust er það framkvæmdastjóri Prestssetrasjóðs sem boðar til úttekta í
umboði stjómar sjóðsins eftir að beiðni hefur borist um það frá umráðamanni
prestssetursjarðar. Er því lagt til að sú breyting verði á að stjóm sjóðsins, eða fulltrúi
hennar (t.d. ffamkvæmdastjóri), boði til úttektar hveiju sinni og vinnuferli við úttektir
verði á þann veg að ráðherraskipaðir úttektarmenn stýri úttektum við prestaskipti á
prestssetursjörðum (lögbýlum) en prófastur stýri úttektum við prestaskipti á
prestsbústöðum (áfram óbreytt). Ástandsskýrsla ráðherraskipaða úttektarmanna verði
síðan hluti af skýrslu prófast við prestaskipti á prestssetursjörð.
Nefndarálit
Löggjafamefnd hefur fjallað um 19. mál og 22. mál og leggur til að þau verði
sameinuð. Nefndin leggur til að tillögunum verði vísað til stjómar Prestssetrasjóðs og
beinir jafhframt þeim tilmælum til stjómarinnar að fara yfir starfsreglur sjóðsins og
vinna nýjar tillögur, með það að markmiði að starfsreglumar verði skýrari. Nefndin
telur eðlilegt, verði tillaga í 17. máli um endurskoðun kirkjustjómar í héraði samþykkt,
að sú nefiid hugi einnig að málefnum Prestssetrasjóðs m.a. hlutverki prófasta hvað
viðkemur tilsjón þeirra með prestssetmm.
Kirkjuþing 2005 afgreiddi málið með eftirfarandi
r
Alyktun
Kirkjuþing 2005 samþykkir að vísa 19. og 22. máli til stjómar Prestssetrasjóðs.
91