Gerðir kirkjuþings - 2005, Page 113
landsins í sóknir og prestaköll endurskipulögð, þannig að á markvissan og skipulegan
hátt verði tekið tillit til breyttra þjófélagsaðstæðna og þeirrar byggðaröskunar, sem
orðið hefur síðustu áratugina.
Svar 1. Hér er greinilega verið að kalla eftir heilu hirðisbréfi!
Ég hef ítrekað fjallað um mikilvægi þess að skilgreina fiumþjónustu sóknarinnar. Það
hefur verið rætt á biskupafundum, prófastafundum, og ennfremur var það sérstaklega til
umræðu á Prestastefhu á Sauðarkróki. Margumrædd stefnumörkun Kirkjuþings um
sóknir og prestaköll leggur líka línumar í þessum efiium. Að mínu mati er sóknin
grunneining þjóðkirkjunnar vegna þess að þar býr fólk, söfnuður, þar sem
fagnaðarerindið er boðað og sakramentin um hönd höfð og þar sem fólk leitast við að lifa
samkvæmt boði Krists, elska hann og biðja. í Steftiu og starfsáherslum er hnykkt á því að
guðsþjónusta, kærleiksþjónusta og fræðsla séu meginþættir saftiaðarstarfsins. Sérhvert
sóknarbam á rétt þeirri þjónustu af hálfu kirkjunnar.
Svar 2. Svo sem Kirkjuþingi er vel kunnugt er stöðugt unnið að þessum
skipulagsmálum og gengið út frá fyrmefhdri steftiumörkun Kirkjuþings. Ég hef líka
ítrekað sagt hér, að ég hef ekki viljað leggja niður embætti undan sitjandi prestum,
heldur leggja mat á embættin eftir því sem þau losna. Ég tel það mannúðlegri og virkari
leið en þá að fara í einhveija heildarendurskoðun sem veldur margskonar uppnámi.
Forsendumar liggja nokkuð ljóst fyrir og er unnið eftir þeim.
111