Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Qupperneq 18
BjöRN ÆGiR NoRðfjöRð
18
andi að umfangi. Með nokkurri einföldun mætti draga saman á eftirfarandi
vegu þrjár nokkuð almennar útfærslur á hugtakinu. Sú víðtækasta nær
einfaldlega yfir alla kvikmyndagerð í heiminum. Mætti hér taka sem dæmi
yfirlitsrit á borð við Cinema Today og The Oxford History of World Cinema
þar sem gerðar eru tilraunir til að gefa sannferðuga yfirlitsmynd af kvik-
myndagerð í heiminum öllum (þótt sá vestræni sé oftar en ekki í brenni-
depli).16 Samkvæmt þessari skilgreiningu er Hollywood allajafna í miðju
heimsbíósins enda hefur það allt frá lokum fyrri heimstyrjaldar ráðið
lögum og lofum í kvikmyndaframleiðslu- og dreifingu á heimsvísu.
önnur beiting hugtaksins skilgreinir það aftur á móti sem hreina og
klára andstæðu Hollywood og stundum einnig kvikmyndagerðar á Vestur-
löndum almennt. Hér er einfaldlega átt við kvikmyndagerð aðra en þá sem
kennd er við Hollywood þótt að merkingin geti verið enn þrengri og vísað
sérstaklega til kvikmyndagerðar í þriðja heiminum. Ef það eru augljós
vandkvæði fólgin í því að raða öllu öðru en Hollywood í sama bás heims-
bíósins, þá eru einnig fólgin pólitísk og fræðileg vandkvæði í því að skil-
greina heimsbíó sem „ekki-Hollywood“. Lúcia Nagib hefur t.a.m. bent á
að þrátt fyrir að hugtakinu sé ætlað að spyrna gegn yfirráðum Hollywood:
„blessi það óviljandi þá bandarísku sýn á heiminn sem telur Hollywood
miðjuna en öll önnur bíó vera á jaðrinum.”17 Hins vegar verður ekki horft
16 Edward Buscombe, Cinema Today, New York: Phaidon, 2003; Geoffrey Nowell-
Smith, ritstj., The Oxford History of World Cinema, oxford, oxford University
Press, 1996. Upplýsingagildi slíkra rita er auðvitað umtalsvert en skýringargildi
hugtaksins sjálfs þeim mun takmarkaðra þegar allar kvikmyndir falla undir það.
Líkt og titill bókar Buscombe gefur til kynna snýr hún fyrst og fremst að sam-
tímakvikmyndum en rit Nowell-Smith nær aftur á móti yfir kvikmyndasöguna
alla. Það er æði misjafnt hversu langt aftur skeið heimsbíósins er talið ná, og þótt
yfirlitsrit um kvikmyndasögu á borð við The Oxford History of World Cinema notist
við hugtakið, þá er það allajafna notað yfir kvikmyndagerð í samtímanum í fræði-
legri og teoretískri umfjöllun þótt á því séu undantekningar. Það hlýtur að rýra
skýringargildi hugtaksins ef það nær yfir kvikmyndasöguna alla. Sjálfur er ég
þeirrar skoðunar að þótt kvikmyndagerð hafi allt frá upphafi verið alþjóðlegt fyr-
irbæri hafi átt sér stað margvíslegar breytingar á undanförnum árum (aukin sam-
framleiðsla og fjármögnun, aukið vægi kvikmyndahátíða og tilkoma myndbanda
og sér í lagi mynddiska og síðar netsins, almenn áhrif hnattvæðingar á gerð og
dreifingu kvikmynda, áhersla á umfjöllunarefni er snúa að samskiptum ólíkra
heimshluta, svo að eitthvað sé tínt til) sem réttlæti að skoða heimsbíóið sem fyrst
og fremst einkenni á samtímakvikmyndagerð (líkt og jafnframt má ráða af dæmum
mínum í greininni).
17 Lúcia Nagib, „Towards a positive definition of World Cinema,” Remapping World
Cinema: Identity, Culture and Politics in Film, ritstj. Stephanie Dennison og Song
Hwee Lim, London: Wallflower Press, 2006, bls. 30. Það er þessi notkun hugtaks-