Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 37
37
HRoLLVEKJUR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA
hrollvekjan er stöðugt að taka hitt og þetta að láni að hætti góðra sníkju-
dýra, bæði milli landa og frá öðrum kvikmyndategundum og -greinum.
Skoðum Til leigu aðeins nánar sem dæmi um kunnuglegt hrollvekju-
plott í fimlegri útfærslu, mynd sem fjallar um hús og heimili og mörkin
milli hins óhugnanlega og heimilislega, eða réttara sagt, hvernig þessi
mörk eru máð út.5
Til leigu
Kvikmyndin Til leigu segir frá ungu pari, Clöru og Mario, sem er að leita
sér að íbúð í Barcelona.6 Eftir að þau finna freistandi auglýsingu í póst-
kassanum sínum keyra þau aðeins út fyrir borgina og hitta þar fyrir nokk-
uð sérstæða konu, Porteru, sem vill endilega leigja þeim niðurnídda íbúð í
frekar eyðilegu húsi langt utan alfaraleiðar. Clöru líst illa á þetta allt
saman, hún er barnshafandi og afar pirruð, en þegar þau ætla að fara bregst
vinsamlega konan öndverð við, ræðst á Mario og rotar hann. Clara flýr inn
í íbúðina og lokar sig inni í herbergi, þaðan klifrar hún út um glugga og
inn í íbúðina á næstu hæð. Þar finnur hún rígbundinn mann en áður en
hún nær að hjálpa honum kemur Portera og Clara felur sig inni á baðherb-
ergi, en þar er kona bundin. Það er ljóst að allir leigjendur íbúðanna eru
fangar konunnar sem talar æst um að yfirvöld hafi viljað loka húsinu en
hún vilji hafa fjölskyldur í því. og þetta heldur áfram, allt eftir formúlunni:
Clara er ýmist fangi eða laus, Mario, alblóðugur um höfuðið, kemur ítrek-
að til bjargar, án þess að takast nokkurn tíma að bjarga neinu; það er helst
Clara sem sýnir smá lit í átökum við Porteru, eins og þegar hún kveikir á
ruslakvörninni þegar Portera er að fiska þar ofan í eftir gleraugunum
sínum. Allt fer auðvitað illa að lokum.
Til leigu er gott dæmi um hrollvekju sem gerir út á innilokun og nýtir
sér afmarkað rými og einangraða sviðsetningu til hins ýtrasta. Í fyrsta hluta
myndarinnar sjáum við parið inni í bíl, Clara sofnar og þegar hún vaknar
er farið að hellirigna svo að skyggni er afar slæmt. Þannig fær áhorfandi
5 Hér er ég augljóslega að vísa til kenningar Freuds um „das Unheimliche“ sem
gengur í stuttu máli út á þá tilfinningu sem skapast þegar eitthvað sem á að vera
ofurkunnuglegt — heimilislegt — breytist í andhverfu sína (og var jafnvel alltaf
andhverft). Sigmund Freud, „Hið óhugnanlega“, Listir og listamenn, þýð. Sigurjón
Björnsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2004 [1919], bls. 191–238.
6 Til leigu er upphaflega gerð fyrir sjónvarp, enda er hún stutt og snörp, ekki nema
rétt rúmur klukkutími. Væntanlega hefur hún svo farið í almenna dreifingu eftir
að vinsældir leikstjórans jukust til muna eftir sýningu Upptöku.