Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 41

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 41
HRoLLVEKJUR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA 41 rænu hvissi. Myndavélin er á stöðugri hreyfingu, enda ekki á fæti heldur í höndum myndatökumannsins; stíllinn rekur rætur sínar meðal annars til dönsku dogma-hreyfingarinnar, en sló í gegn sem sérlegur fulltrúi hroll- vekjunnar með Nornaverkefninu í Blair (1999, Daniel Myrick og Eduardo Sánchez, The Blair Witch Project). Þessi nýting hrollvekjunnar á dogma- stílnum er reyndar afar gott dæmi um skörun hrollvekjunnar við listrænar myndir, en dogma er upphaflega komið til af öfgafullum listrænum kröf- um (reyndar svo ýktum að þær virkuðu paródískar) sem ungir danskir kvikmyndagerðarmenn settu sér, með leikstjórann Lars von Trier í farar- broddi, en myndir hans hafa einmitt einkennst af leik með lágmenningar- form. Þessi nýting handheldrar myndavélar er útfærð enn frekar í Blair, en þar er myndatökumaðurinn ein persónanna og hlutverk hinnar hreyfan- legu myndavélar fest í sessi sem virkur hluti frásagnarinnar. Myndatöku- maðurinn leikur hlutverk í Upptöku og líkt og í Blair er hugmyndin sú að skapa sannfærandi andrúmsloft heimilda- eða fréttamyndar, sem er stöð- ugt rofin af deilum um upptökuna. Þetta felur einnig í sér sjónræna árás; áhorfandi, sem í klassískri hrollvekjumyndatöku er alltaf á valdi alltof þröngra sjónarhorna, er hér enn frekar ofurseldur myndrænni útfærslu sem bókstaflega felur í sér óróa og skelfingu að viðbættri aukinni nánd við persónur og sögusvið.14 Myndatakan í Til leigu markast einnig af þessari tilfinningu fyrir óróleika þó að hún sé hefðbundnari, en þar koma högg í tökuna, smá hristingur annað slagið, svona eins og myndavélin missi úr slag — einmitt þegar skelfing persónanna rís sem hæst. Þessi myndatökuaðferð þjónar jafnframt því hlutverki að staðfæra zombíuformúluna. Hraðinn og óróinn sem einkennir Upptökuna virkar á stundum sem ýkt útgáfa af ímynd Suður-Evrópu sem suðupotts æstra til- finninga.15 Þetta er enn undirstrikað með þeim gífurlega æsingi sem ein- kennir alla myndina, fólk talar hratt og hátt og æpir hvort upp í annað, hleypur um í hamsleysi, skrækir og hrópar. Vissulega gefur ástandið tilefni til nokkurs tilfinningaróts, en fyrr má nú aldeilis vera. Þannig er spilað 14 Fyrir sjóveika er þessi stíll einstaklega hrollvekjandi, því að hin órólega myndavél hefur afar óþægileg áhrif. 15 Ég vísa viljandi til þessarar ímyndar á almennan hátt, en ekki endilega sem ímynd- ar norðurs (og vesturs) af suðri. Það er ljóst að ímynd er aldrei einungis utanað- komandi fyrirbæri og að ímyndir af þessu tagi eru skapaðar af gagnvirku samspili milli þess hvernig aðrar þjóðir sjá suðrænar þjóðir og hvernig þær sjá sig sjálfar. Yfirlesari benti réttilega á að þessi sýn á suðrænan blóðhita hefur fylgt hrollvekj- unni frá upphafi hennar í gotneskum bókmenntum, eins og skáldsaga Ann Rad- cliffe, The Italian (1797), er gott dæmi um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.