Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 72
72
ast upp í tómt rugl, en „samt aldrei nógu mikið til að verða nógu „kitsch“
svo hægt sé að njóta“.15
Getur verið að sjálft klisjuhjakkið sé eitt megineinkenni greinarinnar
sem RWWM heyrir undir? Stór hluti nautnarinnar við að horfa á slægjur
felst í því að persónur slægjunnar, jafnt fórnarlömb sem morðingi, eru
auðþekkjanlegar staðalmyndir, rétt eins og myndheimurinn og sögusviðið,
auk þess sem endurtekningaráráttan birtist glöggt í því hversu algengar
seríur og endurgerðir eru innan greinarinnar.16 Gott dæmi um það hversu
langt þessi endurnýting getur gengið er sú staðreynd að grunlausa fórnar-
lambið sem kynnt er til sögunnar í þeim einum tilgangi að vera myrt á
óhugnanlegan hátt, t.d. í myrkri bílageymslu eða á löngum og illa upplýst-
um gangi skólastofnunar eða spítala, gegnir svo fastmótuðu hlutverki
innan greinarinnar að það hefur sérstakt heiti meðal áhorfenda. Þessi pers-
óna er sú sem skorin er í tætlur, eða einfaldlega tætlan (e. shreddies í ft.).
Slægjan krefst beinnar þátttöku áhorfandans, sem sýnir írónískan skilning
sinn á greininni með því að fagna klisjum jafn innilega og frumlegum
augnablikum.17
15 Bergsteinn Sigurðsson, „Kvalaskoðunarferð“, bls. 28.
16 Carol Clover fjallar í löngu máli um þessi einkenni myndanna í grein sinni „Karlar,
konur og keðjusagir“ (samanber upptalninguna hér að framan), en af öðrum
fræðimönnum má nefna Veru Dika sem leggur sérstaka áherslu á frásagnarfræði-
lega uppbyggingu myndanna. Sjá Games of Terror: Halloween, Friday the 13th and
the Films of the Stalker Cycle, Cranbury, NJ: Fairleigh Dickinson University Press,
1990. Sjá einnig Vera Dika, „The Stalker Film, 1978–81“, American Horrors: Essays
on the Modern American Horror Film, ritstj. Gregory A. Waller, Urbana og Chicago:
University of Illinois Press, 1987, bls. 86–101.
Dæmi um þrástef innan slægjunnar væri tilhneigingin að tengja atburðina sér-
stökum degi, eins og hrekkjavöku, föstudeginum þrettánda, jólum, konudeginum,
valentínusardegi, 1. apríl, afmælum eða skólaútskrift. Flestar upphaflegu mynd-
anna hafa líka getið af sér seríur eða endurgerðir. Sjá t.d. Halloween (myndir 1–10;
1978–2009, John Carpenter o.fl., Hrekkjavaka), Friday the 13th (myndir 1–12;
1980–2009, Sean S. Cunningham o.fl., Föstudagurinn þrettándi), Black Christmas
(1974, Bob Clark; endurgerð 2006, Glen Morgan, Svört jól), Christmas Evil (1980,
Lewis Jackson, Jólafól), Silent Night Deadly Night (myndir I–V; 1984–1991, Charles
E. Sellier Jr. o.fl., Heims um ból, banvæn fól), Mother’s Day (1980, endurgerð 2010),
Prom Night (1980, Paul Lynch; endurgerð 2008, Nelson McCormick, Útskriftar-
kvöldið), My Bloody Valentine (1981, George Mihalka; endurgerð 2009, Patrick
Lussier, Blóðug ást), Happy Birthday to Me (1981, J. Lee Thompson, Ég á afmæli í
dag) og April Fools Day (1986, Fred Walton; endurgerð 2008, Mitchell Altieri,
Fyrsti apríl). Upphafsatriði Slaughter High (1986, George Dugdale og Mark Ezra,
Morðmenntó) gerist einnig 1. apríl, en myndin hverfist um þá dagsetningu.
17 Ólafur H. Torfason orðar það svo í dómi sínum um RWWM : „Verkið er í stíl
GUðNI ELÍSSoN