Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 88
88
um með orðunum: „How do you like Iceland?“ Eins eru fórnarlömbin
háðulegar staðalmyndir, nánast þjóðarklisjur, eins og sumir erlendu gagn-
rýnendanna kvarta yfir.54 Því er erfitt að taka túristana alvarlega og finna
til sömu meðaumkunar með þeim og unga fólkinu sem er myrt í Wolf
Creek.
Af öllu þessu mætti ætla að einfaldast sé að túlka RWWM og Wolf Creek
sem andstæður. En þrátt fyrir allan fíflaskapinn í RWWM er hún furðu
myrk mynd og þegar upp er staðið virðist hún jafn níhilísk og Wolf Creek.
Mick Taylor þarf ekki að svara fyrir glæpi sína í Wolf Creek og myndin
endar þar sem honum hefur verið sleppt úr haldi og hann heldur aftur út í
áströlsku auðnina sem hann hefur svo lengi gert að heimili sínu. Í RWWM
láta illmennin öll lífið, en það gera líka jákvæðustu hetjur myndarinnar,
blökkumaðurinn Leon (Terence Anderson) og stúlkan Annette, en sam-
kvæmt formúlunni ætti hún vera sú sem lifir hildarleikinn af. Dauði Leons
er tilgangslaus og vísar líkt og áður sagði í drápið á svörtu hetjunni Ben í
Night of the Living Dead, en Matthías Viðar Sæmundsson hefur kallað
námyndir George Romero guðspjall tómhyggjunnar.55 Dauði Annette er
jafn tilgangslaus, en í honum birtist líka róttækt fráhvarf frá formúlunni.
Hún sýnir hugrekki og samúð, og sker sig þannig frá flestum hinna firrtu
samferðamanna sinna. Hennar örlög eru þau að komast lifandi frá borði,
en láta lífið ein og yfirgefin fljótandi í björgunarvesti úti á reginhafi.56 Á
meðan flýgur hin svikula og illa Endo (Nae Yuuki) á fyrsta farrými í flugvél
hátt yfir henni, en Endo kemst ósködduð frá öllu saman með því að hika
ekki við að fórna lífum samferðamanna sinna. Endo er síðasta stúlkan, sú
54 Sjá t.d. James Mudge, „Harpoon: Reykjavik Whale Watching Massacre (2009)
Movie Review“: „Most of the cast are thinly sketched racial stereotypes, from the
Frenchman who continually mutters ‘ooh-la-la’ and ‘Sacre bleu’ to the camera
toting Japanese man and his awkward use of English. However, Sigurdsson seems
determined to play these ridiculous figures straight, despite the fact that the film
frequently feels as if on the verge of spilling into full on spoofery“, http:/www.
beyondhollywood.com/harpon-reykjavik-whale-watching-massacre-2009-movie-
review [sótt 9. apríl 2010].
55 Matthías Viðar Sæmundsson, „Námyndir: Um hryllingsgerð í kvikmyndum“,
Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Art.is og Forlagið, 1999,
bls. 715–721, hér bls. 717.
56 örlög kvennanna tveggja sem lenda í sjónum má auðvitað einnig lesa í samhengi
við Jaws-myndaflokkinn (1975, 1978, 1983 og 1987, Steven Spielberg o.fl.,
Ókindin) og Orca (1977, Michael Anderson, Háhyrningurinn), en þar kemur há-
hyrn ingur við sögu eins og í atriðinu þar sem Marie Ann (Miranda Hennessy) er
dregin á kaf þar sem hún situr í björgunarbátnum eftir að hún reynir að særa
háhyrning með akkeri.
GUðNI ELÍSSoN