Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 99
99
Auk áðurnefndra nálgana hafa ýmsir fræðimenn spreytt sig á nákvæm-
um formgerðarlestri höfundarverksins. Í greiningum sínum koma þessir
fræðimenn að einhverju leyti inn á áðurnefnda þætti en aðalmarkmið
þeirra er að sýna fram á að Almodóvar sé stærsti samnefnari myndanna.5
Þeim ber í megindráttum öllum saman um einkennandi þætti kvikmynd-
anna og eru greiningarnar flestar vel heppnaðar ef horft er fram hjá íhalds-
samri höfundarhyggjunni.6 Hugmyndin um höfundinn heldur vissulega
utan um alla merkingarþræði tímabundið og er safngler eða samnefnari í
þeim skilningi en hann er ekki eiginlegur uppruni verksins.
Upprunann er fremur að finna í fagurfræðilegum og pólitískum rótum
5 Fræðimenn og bækur þeirra sem vísað er til hér eru aðallega Ernesto Acevedo-
Muñoz, Pedro Almodóvar, ritröðin World Directors, London: British Film Institute,
2007; Mark Allinson, A Spanish Labyrinth: the Films of Pedro Almodóvar, London og
New York: I.B.Tauris Publishers, 2001; Marvin D’Lugo, Pedro Almodóvar, ritröðin
Contemporary Film Directors, Urbana og Chicago: University of Illinois Press,
2006; Gwynne Edwards, Labyrinths of Passion, London og Chester Springs: Peter
owen Publishers, 2001; Paul Julian Smith, Desire Unlimited: the Cinema of Pedro
Almodóvar, ritröðin Critical Studies in Latin American and Iberian Cultures, London
og New York: Verso, 1994.
6 Hér er átt við þá kvikmyndafræðilegu höfundarhyggju (e. auteur theory) sem
Alexandre Astruc, André Bazin og François Truffaut ýttu úr vör á tíma frönsku
nýbylgjunnar og Andrew Sarris innleiddi síðan í hinn enskumælandi heim.
Höfundarverk einkennist að mati Sarris af framúrskarandi verklagi leikstjórans
sem setur sinn persónulega brag á myndir sínar hvað varðar efni, stíl og áru. En
þessi bragur skapar samhengi og textatengsl milli verkanna. Höfundarhyggja
hefur síðan breyst frá því að vera einungis greiningartól fræðanna yfir í að vera
markaðstæki kerfisins og háleitir draumar ungra leikstjóra um sjálfstæði og full
yfirráð yfir framleiðslu mynda sinna. Höfundurinn er orðinn að stjörnu og ímynd
hans er markaðssett eins og vörumerki sem selja má fyrir jafnt sem eftir fram-
leiðslu myndar. Vörumerkið er tengiliður áhorfenda við myndirnar, hugmyndin
um höfundinn setur þá í stellingar og segir þeim hvers má vænta. Eins og áður er
höfundurinn samnefnari en nú brúar hann menningu og auðhyggju, vægi hans
nær út fyrir samhengi textanna og ætlun leikstjórans. Nánar má lesa um uppruna
höfundarhyggju hjá til dæmis Alexandre Astruc, „The Birth of a New Avant-
Garde: La Caméra-Stylo,“ Film and Literature: An Introduction and Reader, ritstj.
Timothy Corrigan, New Jersey: Prentice Hall, 1998 [1948], bls. 158–162; André
Bazin, „on the politique des auteurs,“ Chaiers du Cinèma, the 1950s: Neo Realism,
Hollywood, New Wave, ritstj. Jim Hillier, Cambridge, Massachusetts: Harvard Uni-
versity Press, 1985 [1957], bls. 248–259; François Truffaut, „Ákveðin hneigð í
franskri kvikmyndagerð,“ þýð. Guðrún Jóhannesdóttir, Áfangar í kvikmyndafræð-
um, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið, 2003 [1954], bls. 63–75; Andrew
Sarris, „Towards a Theory of Film History,“ Movies and Methods, ritstj. Bill
Nichols, fyrsta bindi, Berkeley, Los Angeles, London: University of California
Press, 1976, bls. 237–251.
RÓTTÆK ENDURSTÆLING