Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 118
118
byggingu en fyrstu myndirnar. Almodóvar hefur fetað sig frá fjölskrúðugri
neðanjarðarmenningu að persónulegu sérkenni. Blómstr andi ferill hans er
lýsandi dæmi um hvernig kvikmyndahöfundur fæðist, ryður sér til rúms og
sölsar undir sig alþjóðlegan vettvang heimskvikmynda.
Hugmyndin um höfundinn er jafnvel orðin goðsagnakennd því að sagt
hefur verið að Almodóvar sé ekki einungis fulltrúi spænskrar kvikmynda-
listar heldur menningarsamfélags Spánar í heild sinni. Marsha Kinder
telur að heima fyrir hafi myndir hans gegnt andlegu meðferðarhlutverki
og komið landanum í gegnum erfið tímamót á sama tíma og þær hafi
afhjúpað hinn nýja Spán fyrir umheiminum.45 Það er því eins og sumir
telji líflega og litríka þjóð hafa risið upp úr ösku fasismans fyrir tilstilli
Almodóvar.
Samhengi höfundarverksins hefur samt víkkað og myndirnar eru nú
háðar fleiri og margræðari skilyrðum en í upphafi. Almodóvar er kominn
aftur á byrjunarreit í vissum skilningi og á skjön við upphafleg markmið
sín. Honum hefur reyndar tekist að draga upp líflega mynd af fjölskrúðugu
mannlífi, lausu undan höftum fasismans þar sem eldri gildum þjóðernis-
kenndar er ekki hafnað heldur lagt út af þeim á nýjan og margræðari hátt.
Segja má að með höfundarverki sínu og alþjóðlegum vinsældum þess,
dragi hann upp jafn einhliða mynd af spænsku samfélagi og þá sem hann
leitaðist við að uppræta, þótt af öðrum meið sé. öfgafullar litríkar pers-
ónur drifnar af kynferðislegum „siðlausum“ þrám endurspegla líklega ekki
betur þjóðarsál Spánverja en fyrri tíma myndir. Klofin ímynd þeirra verð-
ur ekki svo auðveldlega afskrifuð, einkalíf og opinber vettvangur koma
alltaf til með að takast á, sama hvort Franco eða lýðræði ríkir.
Almodóvar hefur þó ekki kastað völundareinkennum höfundarverks
síns fyrir róða. Persónur sem leika tveimur skjöldum og stjórnast af hams-
lausum ástríðum ráða enn ríkjum. Endalausar rammafrásagnir, með sögu
inni í sögu og endurlitum eru fyrirferðarmiklar bæði í frásögn og mynd-
rænni framsetningu. Almodóvar heldur einnig keikur áfram að endurstæla
samtíma sinn, endurvinna kvikmyndaarfinn almennt og höfundarverk sitt
með vísunum í frægar myndir. Höfundarverkinu er því enn sem fyrr haldið
saman af eigin fagurfræði sem lituð er af súrrealisma, textatengslum, rót-
tækum endurstælingum, spænsku kampi og kitsi.
Ef áhorfendur leggja niður varnir sínar eiga þeir að geta notið þess að
45 Marsha Kinder, Blood Cinema: The Reconstruction of National Identity in Spain,
Berkeley: University of California Press, 1993, bls. 433. [Hér tilvitnað eftir
Ernesto Acevedo-Muñoz, Pedro Almodóvar, bls. 3.]
hjöRDís stEfáNsDóttiR