Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 118

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 118
118 byggingu en fyrstu myndirnar. Almodóvar hefur fetað sig frá fjölskrúðugri neðanjarðarmenningu að persónulegu sérkenni. Blómstr andi ferill hans er lýsandi dæmi um hvernig kvikmyndahöfundur fæðist, ryður sér til rúms og sölsar undir sig alþjóðlegan vettvang heimskvikmynda. Hugmyndin um höfundinn er jafnvel orðin goðsagnakennd því að sagt hefur verið að Almodóvar sé ekki einungis fulltrúi spænskrar kvikmynda- listar heldur menningarsamfélags Spánar í heild sinni. Marsha Kinder telur að heima fyrir hafi myndir hans gegnt andlegu meðferðarhlutverki og komið landanum í gegnum erfið tímamót á sama tíma og þær hafi afhjúpað hinn nýja Spán fyrir umheiminum.45 Það er því eins og sumir telji líflega og litríka þjóð hafa risið upp úr ösku fasismans fyrir tilstilli Almodóvar. Samhengi höfundarverksins hefur samt víkkað og myndirnar eru nú háðar fleiri og margræðari skilyrðum en í upphafi. Almodóvar er kominn aftur á byrjunarreit í vissum skilningi og á skjön við upphafleg markmið sín. Honum hefur reyndar tekist að draga upp líflega mynd af fjölskrúðugu mannlífi, lausu undan höftum fasismans þar sem eldri gildum þjóðernis- kenndar er ekki hafnað heldur lagt út af þeim á nýjan og margræðari hátt. Segja má að með höfundarverki sínu og alþjóðlegum vinsældum þess, dragi hann upp jafn einhliða mynd af spænsku samfélagi og þá sem hann leitaðist við að uppræta, þótt af öðrum meið sé. öfgafullar litríkar pers- ónur drifnar af kynferðislegum „siðlausum“ þrám endurspegla líklega ekki betur þjóðarsál Spánverja en fyrri tíma myndir. Klofin ímynd þeirra verð- ur ekki svo auðveldlega afskrifuð, einkalíf og opinber vettvangur koma alltaf til með að takast á, sama hvort Franco eða lýðræði ríkir. Almodóvar hefur þó ekki kastað völundareinkennum höfundarverks síns fyrir róða. Persónur sem leika tveimur skjöldum og stjórnast af hams- lausum ástríðum ráða enn ríkjum. Endalausar rammafrásagnir, með sögu inni í sögu og endurlitum eru fyrirferðarmiklar bæði í frásögn og mynd- rænni framsetningu. Almodóvar heldur einnig keikur áfram að endurstæla samtíma sinn, endurvinna kvikmyndaarfinn almennt og höfundarverk sitt með vísunum í frægar myndir. Höfundarverkinu er því enn sem fyrr haldið saman af eigin fagurfræði sem lituð er af súrrealisma, textatengslum, rót- tækum endurstælingum, spænsku kampi og kitsi. Ef áhorfendur leggja niður varnir sínar eiga þeir að geta notið þess að 45 Marsha Kinder, Blood Cinema: The Reconstruction of National Identity in Spain, Berkeley: University of California Press, 1993, bls. 433. [Hér tilvitnað eftir Ernesto Acevedo-Muñoz, Pedro Almodóvar, bls. 3.] hjöRDís stEfáNsDóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.