Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 156
156
meira fyrir og sem hafði verið minna spillt af vondum smekk.
Þau höfðu öll mörg og hlýleg orð um hrifningu sína og á þessari
stundu fannst Elísabet [svo] að það væri kannski einhvers virði
að vera húsfreyja á Pemberley! (bls. 189)
Í bókinni The Englishman’s England eftir Ian ousby er sagt frá því hvernig
sveitasetrið átti ekki aðeins að sýna að eigandi þess væri ríkur og valdamik-
ill. Það átti einnig að sýna að hann hefði smekk, hann væri fagurkeri, byggi
yfir siðfágun og skæri sig þannig frá öðrum í samfélaginu.29 Mike Crang
segir í grein sinni „Placing Jane Austen, Displacing England“ að sveita-
setrið sé táknrænt fyrir enska þjóðernistilfinningu. Það minni á stöðugt,
stéttaskipt samfélag og sé táknrænt fyrir „breskan persónuleika“. Sveita-
seturslandslagi sé ætlað að styðja við enska sjálfsmynd sem sé að hluta til
sköpuð af samfélagi aðalsmanna.30 Í Pride and Prejudice er einmitt lögð
áhersla á að sýna hvernig breski herramaðurinn stígur fram í sínu rétta
umhverfi og þar festir Austen í sessi erótík eignarhalds þegar göfuglyndi
hetjunnar er gefið til kynna.31
29 Ian ousby, The Englishman’s England: Taste, Travel and the Rise of Tourism, London:
Pimlico, 2002, bls. 55–6.
30 Mike Crang, „Placing Jane Austen, Displacing England: Touring between Book,
History and Nation“, Jane Austen and Co.: Remaking the Past in Contemporary
Culture, ritstj. Suzanne R. Pucci og James Thompson, New York: State University
of New York Press, 2003, bls. 113.
31 Enska sveitin er ekki sýnd með augum Elísabetar (Elizabeth Garvie) nema að litlu
leyti í Pride and Prejudice-þáttaröðinni frá 1980 (Cyril Coke) og persónurnar dást
ekki að náttúrunni. Áhorfandi sér ekki ættarsetrið, hvorki að innan né utan með
augum Elísabetar og fyrir vikið verður það ekki jafn táknrænt fyrir erótík eignar-
halds.
Þá er ensk sveitasæla heldur ekki áberandi í kvikmyndinni Pride and Prejudice frá
2005 (Joe Wright). Ferðalag Elísabetar (Keira Knightley) með Gardiner-
hjónunum (Penelope Wilton og Peter Wight) hefst á því að áhorfandi sér sólina
baða augu hennar sem eru lokuð. Næsta skot er af Elísabetu þar sem hún stendur
uppi á háum, þverhníptum kletti, vindurinn blæs hár hennar og hún horfir hug-
fangin og eins í leiðslu á hrikalega náttúruna undir klassískri píanótónlist.
Dádýrahjörð sést síðan hlaupa hjá, en hún festir í sessi áherslu á villta náttúru sem,
rétt eins og bakgrunnurinn, er fremur í anda Brontë-sytra en Austen. Þegar
Elísabet sér glæsilegt ættarsetrið þar sem það rís upp af vatnsfleti flissar hún á
meðan Gardiner-hjónin gapa af undrun. Þó að Elísabet sé hér túristi sem kann í
senn að meta menningu og óspjallaða náttúru festa viðbrögð hennar í sessi áhuga-
leysi um peninga og ríkidæmi Darcy — sem hún er ekki laus við í skáldsögunni.
Kvikmyndin leggur áherslu á tilfinninganæmni og skynjanir sem oft á tíðum eru
ljóðrænar en ekki mjög „Austenlegar“.
Í Pride and Prejudice frá 1940 (Robert Z. Leonard) er ferðalagi Elísabetar (Greer
alDa BjöRK ValDimaRsDóttiR