Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 165
165
TIL PEMBERLEY VAR FöRINNI HEITIð
ólsku sem greina má í sögunni og myndinni má því einnig hugsanlega sjá
hugmynd um að þjóðin sameinist undir formerkjum sameiginlegrar trúar.
Í samfélagi líkt og Bretlandi þar sem guðleysi eða trúarbragðaflóra virðist
ríkjandi, sækir fólk í sögur á borð við Brideshead þar sem finna má aftur-
hvarf til kristni, þótt aðalsfjölskyldan skeri sig reyndar frá hinu venju-
bundna í því að hún er kaþólsk í mótmælendaríki; í sögunni skapa ríki-
dæmi, menning og trú æskilegan og eftirsóknarverðan heim sem Charles
hefur glatað líkt og nútímamaðurinn. Sveitasetrið gegnir þar mikilvægu
hlutverki en undir lokin er það í niðurníðslu og sígarettustubbar hermann-
anna fylla gosbrunninn sem Charles reyndi áður að fanga í myndum sínum
á hamingjudögunum. Setrið verður þannig táknrænt fyrir breskan pers-
ónuleika; um hina þjóðlegu sjálfsmynd sem er að leysast upp.
V. Með því að rykkja í þráðinn
John J. Su færir fyrir því rök að kaþólskan í sögunni segi okkur að Evelyn
Waugh sé að leita eftir kerfi sem geti byggt upp þjóð sem sé að leysast í
sundur.52 Kaþólskan fari þannig saman við þörfina á að endurheimta hug-
myndir um hið enska. Waugh bendir sjálfur á að Englendingar hafi verið
kaþólskir í níu hundruð ár, mótmælendur í þrjú hundruð ár og efasemd-
armenn í eina öld. Kaþólskan er samkvæmt þessu miðja hins enska merk-
ingarkerfis og liggur grafin undir yfirborði þjóðernisins. Endurkomu kaþ-
ólskunnar er ætlað að endurbyggja hina ensku arfleifð.53
Þannig er Brideshead saga um missi, hvort sem um er að ræða trúarleg-
an, listrænan eða stéttarlegan. Í sögunni rennur hið trúarlega saman við
arfleifðina.54 Charles horfir á umhverfi sitt með augum listamannsins og
52 John J. Su, „Refiguring National Character: The Remains of the British Estate
Novel“, bls. 558.
53 Sama rit, bls. 558.
54 Í kvikmyndinni Brideshead Revisited er hin sterka trúarlega frásögn sett í órjúfanlegt
samhengi við veldi setursins með áherslu á kapelluna og Maríumyndir. Þegar
Charles skoðar setrið í fyrsta sinn staðnæmist hann við málverk af Maríu og Jesú-
barninu áður en þeir Sebastian ganga inn í kapelluna þar sem líkneski af Maríu og
Kristi stendur við altarið. Undir lokin þegar Julia tilkynnir Charles um að sam-
bandi þeirra sé lokið stendur hann við málverkið af Maríu sem áréttar aðskilnað
parsins af trúarlegum ástæðum. Í lokasenu myndarinnar er Charles, þá hermaður,
inni í kapellunni; hann slekkur ekki á kertunum og gengur út í birtuna þar sem
hann rennur saman við hvítt ljósið. Kvikmyndin endar þannig á trúarlegum tóni
sem er bjartur og fallegur og gengur þvert á þann gráa lit sem einkennir lok
þáttaraðarinnar.