Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 178
178
Formið sem Satrapi notar til að tjá þessa reynslu er í senn austrænt og
vestrænt, myndasagan á sér að hluta rætur í Evrópu, Bandaríkjunum og
Japan, en stíllinn sækir oft í persneskar hefðir. Svo virðist sem það sé upp-
reisn gegn kúgurunum að aðhyllast hið vestræna, en um leið er hið vest-
ræna kalt og fjandsamlegt og ekki hluti af henni. Hún upplifir einsemd og
framandleika á unglingsárum í Vín en á meðan geisar stríð í Íran og þegar
hún snýr aftur getur hún ekki deilt reynslu sinni með neinum því að miklu
hörmulegri atburðir áttu sér stað þar.
Betty Bergland hefur skoðað tjáningu sjálfs í verkum innflytjenda og
bendir á að krónótóp-greining Bakhtíns geti þar verið gagnleg, einkum
þegar hún sýnir fram á mikilvægi þess hvernig sjálfið er staðsett í tíma og
rúmi við túlkun þess.17 Það er til dæmis lykilatriði að Marji er stödd í
Teheran 1979, það er árið sem breytti gjörsamlega pólitísku mynstri og
lífsvenjum í landi hennar, en Vín árið 1984 hefur ekkert slíkt pólitískt mik-
ilvægi og á þessu tímabili er eins og hún losni frá sjálfri sér, fljóti um án
jarðsambands.
Eitt af meginþemum bókar og myndar eru ráð ömmunnar og föðurins
um að vera alltaf trú sjálfri sér og uppruna sínum. Tvisvar svíkur hún þetta
en í bæði skiptin snýr hún blaðinu við. Í myndinni segir Anouche frændi
hennar, sem seinna er myrtur af lögreglunni, við hana að fjölskyldusagan
megi aldrei gleymast og þar komumst við kannski næst upprunasögu
verksins. Sjálfsævisögulegar myndabækur og kvikmyndir eru nefnilega
oftar en ekki öðrum þræði um tilurð verksins sjálfs. American Splendor
fjallar til dæmis töluvert um tilurð myndasögunnar sem við erum með í
höndunum og það sama á við um Fun Home eftir Alison Bechdel. Þá má
nefna mynd Julian Schnabels La scaphandre et la papillon (2007, Kafara-
klukkan og fiðrildið) sem fjallar einmitt um hvernig Jean-Dominique Bauby
skrifaði bók eftir að hafa fengið heilablóðfall sem gerði það að verkum að
hann gat einungis hreyft annað augnlokið. Í Persepolis er tilurð verksins
ekki rædd sérstaklega — það er ferðin, uppvöxturinn, óhugnaðurinn, ein-
manaleikinn sem er fjallað um. Satrapi hefur þó sannarlega fylgt orðum
Anouche frænda, því að hér er komin fjölskyldusaga sem gleymist seint.
Ef við tökum undir með Susanna Egan og fleirum að æviskrif séu día-
lógísk í eðli sínu, sjálfið sé mótað í samræðu við aðra, þá má vel líta á þetta
17 Betty Bergland, „Postmodernism and the Autobiographical Subject: Reconstructing
the ,other‘“, Autobiography and Postmodernism, ritstj. Kathleen Ashley, Leigh Gil-
more og Gerald Peters, Boston: The University of Massacussetts Press, 1994, bls.
130–166.
GuNNþóRuNN GuðmuNDsDóttiR