Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 20
20
ávaxta þennann dýrmæta fjársjóð, sameígn allra þeírra sem heít-
ið geta Íslendíngar. – Samt er ekki nóg, að málið sè hreínt og
ekki blandað neínni útlenzku. orðin í málinu sjálfu verða líka að
vera heppilega valin og samboðin efninu sem í þeím á að liggja,
og sama er að segja um greínir og greínaskipun, og í stuttu
máli skipulagið allt, í hvaða ritgjörð sem er. Ennfremur verða
menn að varast, að taka mjög dauflega til orða, annars er hætt
við, að nytsamasta efni verði vanrækt og fyrirlitið af góðfúsum
lesara. – Það sem nú er sagt um fegurðina, snertir einúngis mál
og orðfæri, og gyldir eíns um hvurja greín og hvurn þátt, hvaða
efnis sem eru; enn þaraðauki ættum við, þegar tækifæri leífa, að
leíða fyrir sjónir fegurð náttúrunnar, bæði í manninum sjálfum
og fyrir utan hann, og leítast við að vekja fegurðartilfinnínguna,
sem sumum þykir vera heldur dauf hjá okkur Íslendíngum.26
Ritstjórar Fjölnis hafa ekki getað gert sér í hugarlund hve mikillar vel-
gengni þessi texti ætti eftir að njóta í viðtökum síðari manna. Setningin
„verða menn að varast, að taka mjög dauflega til orða“ gæti gefið til kynna
að þeir sem skrifuðu hafi í raun óttast að ekki yrði tekið mark á þeim.
orðræðan er pipruð lykilhugtökum sem leitast af fullri frekju við að endur-
innrétta hugarfar lesandans. Fegurðin er nytsöm (samt óháð) og hana er að
finna í hreinni tungu. Þegar nýjar (erlendar) hugmyndir koma fram þarf að
smíða þeim ný (íslensk) orð sem eru auðskilin en falla að eðli tungumálsins.
Með tungumálunum, sem eru æðsti og ljósasti vitnisburður um mennsk-
una og höfuðeinkenni þjóða, hefur mannlegt frelsi unnið sín stærstu afrek.
Með tungunum fæðast og deyja þjóðirnar. Íslendingar eru með einhverj-
um hætti meiri þjóð en flestar aðrar þjóðir af því að þeir tala „eínhvurja
elztu tungu í öllum vesturhluta Norðurálfu, er ásamt bókmentum
Íslendínga og fornsögu þeírra er undirstaða þeírra þjóðarheiðurs“. Sæmd
þjóðarinnar veltur á hreinleika tungunnar. Hér er lagður hornsteinn að
íslenskri menningarpólitík, hreintungustefnan er sett fram eins og for-
senda þess að menn verðskuldi að tilheyra hópi „þeírra sem heítið geta
Íslendíngar“. Önnur fegurð en tungufegurð og annar heiður en bók-
menntaheiður er varla til umræðu, þótt aðeins sé minnst í lokin á að
Íslendingar ættu „þegar tækifæri leífa“ að virða fyrir sér fegurð náttúrunn-
26 Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmunds-
son, „Fjölnir“ [Ávarp ritstjóranna], Fjölnir 1, 1835, bls. 10–12.
Gottskálk Jensson