Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 216
216
hluta kjósenda er voru sama sinnis og ríkisstjórinn og ríkisstjórnin um að
forseti Íslands skyldi vera þjóðkjörinn.57
Eftir að Sveinn Björnsson hafði þannig gert meirihluta Alþingis ljóst að
í sameiningu hefðu ríkisstjóri og ríkisstjórnin fullt vald til að rjúfa þing
skiptu foringjar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks snarlega um skoð-
un. Alþingi samþykkti þjóðkjör forseta með einu mótatkvæði (Jakob
Möller). Samkvæmt stjórnarskrá væntanlegs lýðveldis kæmi umboð forseta
Íslands beint frá þjóðinni, ekki Alþingi eða stjórnmálaflokkum landsins.58
Krafa Sveins Björnssonar ríkisstjóra um að þinginu bæri að sjá landinu
fyrir stjórn sem nyti yfirlýsts stuðnings meirihluta þingmanna stakk einnig
mjög í stúf við algjört afskiptaleysi konungs af stjórnarmyndunum, sem
voru frá 1917 algjörlega í höndum íslenskra ráðherra og Alþingis.59 Að
baki skilgreiningu Sveins á hlutverki ríkisstjóra bjó eflaust sá skilningur
hans á eðli lýðræðis að í lýðræðisríki væru hafðar í heiðri reglur um virkan
fullveldisrétt þjóðarinnar og um valddreifingu með þrískiptingu ríkisvalds-
ins. Þessar reglur væru æðri þingræðinu; löggjöfin ætti að endurspegla
vilja þjóðarinnar og þingið að deila valdi með framkvæmdavaldi og dóm-
stólum. Í lýðveldi hefði þjóðhöfðinginn virku hlutverki að gegna í því að
vera virkur leiðtogi þjóðarinnar, ekki síst með því að bera ábyrgð á því að í
57 Fyrst í stað studdi Sósíalistaflokkurinn einn ákvæði um þjóðkjörinn forseta en
haustið 1943 breytti Alþýðuflokkurinn um stefnu og lýsti yfir stuðningi við þjóð-
kjör forseta. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Helgafells seint sama ár voru
einungis 20% atkvæðisbærra manna sammála tillögunni um þingkjörinn forseta
en 70% fylgjandi þjóðkjöri. Um 10% svarenda voru óákveðnir. Sbr. Svanur
Kristjánsson, „Stofnun lýðveldis – nýsköpun lýðræðis“, einkum bls. 12–14.
58 Sbr. sama rit, einkum bls. 12–16; og Svanur Kristjánsson, „Hraðskilnaður eða lög-
skilnaður?“, einkum bls. 46–47 og 56–58.
59 Helgi Skúli Kjartansson, „Forveri forseta – konungur Íslands 1904–1944“, einkum
bls. 65–66. Gunnar Helgi Kristinsson (Embættismenn og stjórnmálamenn, Reykjavík:
Heimskringla, 1994) skrifar að á milli heimsstyrjaldanna hafi „eins flokks og
minnihlutastjórnir“ verið algengar en harla fátíðar og skammlífar eftir seinna
stríð. Samhliða hafi ný skilgreining á þingræði orðið ráðandi: „Að afloknum kosn-
ingum hefur dráttur á því að meirihlutastjórn væri mynduð verið talinn stefna
þingræðinu í voða og vera Alþingi til vansa. Einnig hefur í sumum tilvikum verið
talið einstökum stjórnmálaflokkum til hnjóðs og bera vott um skort á ábyrgðartil-
finningu ef þeir hafa tregðast við að ganga til samstarfs við aðra flokka“ (bls. 40).
Að sönnu reyndi aldrei á konung á árunum milli stríða með sama hætti og ríkis-
stjóra síðar; ekki kom þá til stjórnarkreppu þar sem illmögulegt var að koma saman
meirihlutastjórn.
sVanuR kRIstJánsson