Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 70
70
Derrida segist þurfa að geta það sem hann getur ekki. Hann getur það
ekki, en með því að segja „ég þyrfti að geta“ er líkt og hann tryði henni og
líkt og hún hefði rétt fyrir sér. „Hún veit,“ segir Derrida, „hún er sú sem
veit og gerir tilraunir, enda skrifar hún betur en flestir um dauðann: Hún
býr yfir vitneskjunni, en hún trúir ekki.“43 Hann kveðst ekki geta trúað
henni hvað varðar lífið og dauðann, en gangist við því sem hún skrifi í
öðrum hætti, skildagatíð/viðtengingarhætti.44 Á þennan hátt gengur
heimspekingurinn Derrida út á svið bókmennta þar sem hið ómögulega er
mögulegt. og þessi hugsun setur tengsl skáldskaparins í beint samhengi
við hið komandi/verðandi tungumál eins og kemur fram í svari Cixous.
Hreyfingin í svarinu er merkingarþrungin: Cixous byrjar á því að fjalla um
texta Derrida í annarri persónu og dregur síðan nokkuð almenna ályktun
um skrif, en lýkur svo máli sínu í fyrstu persónu sem á fyrst og fremst við
hana sjálfa:
Þegar maður les þig kemst maður að því að sannleikurinn er
alltaf á næsta leiti. Þar sem þú nemur staðar, þaðan leggurðu
af stað aftur, þú herðir þig upp, þú byrjar aftur, þú sest ekki og
tekur sannleikann í kjöltu þér. Sannleikurinn kemur þér á hreyf-
ingu, leikur á þig, gabbar þig. Þetta er einnig lögmál skrifanna:
Maður getur ekki skrifað nema í áttina að því sem ekki verður
skrifað og í áttina að því sem maður verður að skrifa. Það sem ég
get skrifað er nú þegar skrifað og ekki lengur áhugavert. Ég fer
alltaf í áttina að því sem er mest ógnandi. Þetta er það sem gerir
skrifin svona hrífandi og á sama tíma sársaukafull. Ég skrifa í
áttina að því sem ég reyni að forðast. Ég á þann draum.45
Niðurlag
Átök heimspeki og bókmennta/skáldskapar eru enn miðlæg í menningar-
legri samræðu, einkum í Frakklandi þar sem svokölluð „and-heimspeki“ á
rætur sínar (sbr. Jean-Paul Sartre, Jacques Lacan og fleiri).46 Það sem
mestu skiptir í gagnrýni Derrida er að hann taldi heimspekina hafa gleymt
43 Sama stað. Sjá einnig bls. 140.
44 Sama rit, bls. 14.
45 Aliette Armel, „Du mot à la vie: un dialogue entre Jacques Derrida et Hélène
Cixous“, Magazine littéraire 434, 2004, bls. 28.
46 And-heimspeki byggir, með nokkrum einföldunum, á tilfinningum og listrænni
sköpun, ólíkt heimspekinni sem styðst við skynsemi og reynslu.
IRma eRlInGsdóttIR