Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 52
52
sem vikið er að fyrri sakargiftunum: „Þetta hafið þér líka sjálfir séð í skop-
leik Aristófanesar.“ En þegar þessi orð eiga að hafa verið töluð voru a.m.k.
liðin 24 ár frá því að gamanleikurinn var frumsýndur og allt að því 15 ár frá
því endurskoðuð gerð hans var samin. Vitaskuld má vera að einhverjir af
kviðdómendunum 501 hafi séð skopleikinn en líklegra verður að telja að
hér sé vísað til óljósrar fortíðar. Á hinn bóginn var leikritið í umferð sem
ritaður texti, þótt ekki væri það sýnt aftur.
Hins vegar draga Skýin upp mynd af Sókratesi sem hálfgerðum fáráð-
lingi og Málsvörnin gerir sér far um að leiðrétta hana, bæði beint og óbeint.
Málsvörnin er enda er ekki einföld vörn í sakamáli, heldur allt í senn, máls-
vörn, mannlýsing og hvatning til ástundunar heimspeki.32 Hún er jafn-
framt vörn fyrir ímynd Sókratesar, ef til vill hugsuð sem eins konar
minnis varði um Sókrates, skrifuð löngu eftir að hún var flutt, og tekur mið
af rituðum heimildum, m.a. Skýjunum sem eru óháð heimild um viðhorf
Aþeninga til Sókratesar. Málsvörnin hefur vafalaust verið flutt í Aka dem-
íunni, en hún er þó tæplega ætluð fylgismönnum Platons einum saman.
Hér að framan var þess getið að til hefðu verið ýmsar Ákærur og Málsvarnir
Sókratesar sem skrifaðar voru á bilinu 395–375 og mætti færa rök fyrir því
að Málsvörnin sé einmitt skrifuð inn í aðstæður þar sem ólíkar útgáfur af
varnarræðunni eru í umferð og jafnframt rit sem ákæra Sókrates. Þessi
tegund rita, ásamt Skýjunum, myndi því samhengi Málsvarnarinnar.
V
Málsvörn Sókratesar er því ekki fyrsta rit Platons, né samin skömmu eftir
hina raunverulegu varnarræðu Sókratesar, né heldur er hún traust heimild
um þá ræðu. Til þess er hún einfaldlega of listilega samið bókmenntaverk,
sem heldur ímynd Sókratesar sem heimspekings á loft. Sakargiftirnar og
ákæruatriðin í Málsvörninni eru sömu atriðin og gert er grín að í Skýjunum.
Sókrates rannsakar það sem er í loftinu og undir jörðinni, gerir verra mál-
stað að betra og kennir öðrum slíkt hið sama, trúir ekki á guði borgarinnar
heldur á nýjar andlegar verur og spillir æskulýðnum. Tilvísunin í Skýin
svona löngu eftir að þau voru flutt sýna hversu mikill bakgrunnur þau eru
fyrir Málsvörnina og benda til þess að Platon hafi haft beina hliðsjón af
Skýjunum þegar hann skrifaði Málsvörnina. Ef Málsvörnin er skrifuð all-
löngu eftir atburðinn sjálfan kann að vera að Skýin hafi verið ein helsta
heimildin um viðhorf Aþenubúa til Sókratesar. Eftir stendur myndin af
32 Sbr. Strycker og Slings, „Plato’s Apology of Socrates“, bls. 78–85.
GunnaR HaRðaRson