Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 157
157
ekkert af þessu er gefið. Lesandinn verður að finna það allt upp með því að
fara sífellt út fyrir það sem skrifað stendur. Vissulega leiðbeinir höfundur-
inn honum, en það er allt og sumt. Hann setur upp vörður, en milli þeirra
er tómið. Það þarf að tengja þær, fara út fyrir þær. Í stuttu máli, lestur er
sköpun undir handleiðslu.
Annarsvegar er uppistaða bókmenntaverksins huglægni lesandans og
ekkert annað: bið Raskolnikovs er mín bið, sem ég fæ honum að láni. Án
þessarar óþolinmæði lesandans væri hann ekki annað en stafir á bók. Hatur
hans á rannsóknardómaranum sem yfirheyrir hann er mitt hatur sem hefur
verið laðað fram og gripið af táknum, og rannsóknardómarinn sjálfur
mundi ekki vera til án hatursins sem ég hef á honum gegnum Raskolnikof.
Það gefur honum líf, það er hans hold og blóð.
En á hinn bóginn eru orðin þarna eins og gildrur til að vekja upp til-
finningar okkar og beina þeim gegn okkur. Hvert orð er vegur að handan,
sem mótar tilfinningar okkar, gefur þeim nöfn og tileinkar þær ímyndaðri
persónu, sem tekst á hendur að lifa þær fyrir okkur og hefur enga aðra
uppistöðu en þessar lánuðu tilfinningar. Það færir tilfinningunum viðföng,
viðhorf og sjóndeildarhring.
Fyrir lesandanum er því allt ógert og allt tilbúið. Verkið er til nákvæm-
lega á því stigi sem svarar til hæfileika hans. Meðan hann les og skapar veit
hann að hann getur alltaf gengið lengra í lestri sínum, skapað á dýpri hátt,
og þess vegna virðist honum verkið óþrjótandi og ógagnsætt eins og hlut-
irnir. Þessa hreinu framleiðslu eiginda, sem geisla út frá huglægni okkar og
þéttast fyrir augum okkar og verða að ógagnsæjum hlutum, má gjarna bera
saman við þá „raunskoðun skynseminnar“ sem Kant takmarkaði við hina
guðlegu skynsemi.4
Þar sem sköpunin nær aðeins að uppfyllast í lestri, þar sem listamaður-
inn verður að fela öðrum að fullgera verk sitt, þar sem það er aðeins fyrir
atbeina vitundar lesandans sem hann getur litið svo á að hann sé aðalatriði
gagnvart verki sínu, eru öll bókmenntaverk ákall. Að skrifa er að ákalla les-
andann með það fyrir augum að hann leiði inn í hlutlæga tilveru þá afhjúp-
un sem ég hef tekist á hendur að framkvæma með tungumálinu. og ef
spurt væri til hvers rithöfundurinn væri að skírskota, er svarið einfalt.
Nægilega ástæðu þess að hinn fagurfræðilegi hlutur komi fram á sjónar-
sviðið er aldrei að finna í bókinni (hún er aðeins ákall um að búa hann til)
4 [Sjá t.d. Immanuel Kant, Forspjall að frumspeki, Reykjavík: Heimspekistofnun,
2008, gr. 9, bls. 81. Sartre vísar einnig óbeint í útgeislunarkenningar nýplaton-
ista.]
HVERSVEGNA Að SKRIFA?