Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 23
23
á Íslendingasögur sem bókmenntir en það gerir hins vegar bókmennta-
fræðingurinn Grímur Thomsen í framhaldsgreinum sínum á dönsku,
„Den islandske Literaturs Charakteristik“, sem hann birti árið á undan.30
Þar með voru „Íslendingasögurnar […] orðnar bókmenntir“, eins og
Gunnar Harðarson hefur orðað það.31
En þessi merkingarbylting orðsins er ekki íslensk í eiginlegum skilningi
heldur er það orðið litteratur og samstofna orð í evrópskum nútímamál-
um, dregin af latneska orðinu litterae, bókstafir, og breytingin á merkingu
þeirra orða, sem haft hefur áhrif á íslenska nýyrðið „bókmenntir“.
Breytingin verður nokkurn veginn á sama tímabili í öllum Evrópumálum
og er hluti af þeirri hugmyndafræðilegu byltingu sem við höfum fengið
veður af hér að framan. Að vísu hefðu Fjölnismenn getað valið annað
nýyrði en „bókmenntir“ til þess að bera litteratúr-merkinguna á íslensku
en aðalatriðið er að þessi hugmyndafræðilega umsköpun hugtaksins er
þegar gengin um garð í nágrannalöndunum, þegar hún hefst í Fjölni. Hin
upphaflega og víða merking íslenska 18. aldar nýyrðisins heldur samt velli
í ýmsu öðru samhengi, samhliða nýju og þröngu merkingunni, og gerir
það jafnvel enn (þrátt fyrir að hafa verið merkt dauðanum í orðabók Árna
Böðvarssonar). Fyrst er talað um fagrar menntir, fágaðar eða kurteisar
bókmenntir, og síðast, en ekki fyrr en á fjórða áratug 19. aldar, um hundr-
að árum eftir að íslenska nýyrðið „bókmenntir“ er smíðað, heitir það
aðeins „bókmenntir“ sem er annaðhvort fornt og virðulegt eða framfara-
sinnað og nútímalegt – en umfram allt fagurt, hreint og þjóðlegt.
Fræðimenn hefur greint á um hver sé ástæðan fyrir því að fram kemur
nýtt bókmenntahugtak á þessum tíma. René Wellek, Raymond Williams
og Terry Eagleton, svo áberandi fræðimenn séu nefndir, hafa talið merk-
ingarþrenginguna bera vitni um fæðingu Bókmenntanna (með stórum
30 Greinarnar birtust í fjórum tölublöðum Nordisk Literaturtidende árið 1846 (31.
maí, 7. júní, 28. júní og 5. júlí) undir þessari yfirskrift, skv. Andrési Björnssyni sem
þýddi þær á íslensku og gaf út í Grímur Thomsen, Íslenzkar bókmenntir og heims-
skoðun, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1975, bls. 51–82. Staðurinn sem
hér er vitnað til er þýddur á bls. 79: „Íslendingasögurnar er upphaf sagnfræðilegr-
ar skáldsögu og hafa því sömu þýðingu, þegar dæmt er um norrænan skáldskap og
norræna söguritun“. Gunnar Harðarson greindi fyrstur sögulegt mikilvægi þess-
arar umsagnar Gríms, sbr. næstu nmgr.
31 Gunnar Harðarson, „Um bókmenntasögu Sveinbjarnar Egilssonar“, Skáldskapar-
mál. Tímarit um íslenskar bókmenntir 3/1994, bls. 169–176, hér bls. 171. Greinin,
sem er inngangur að fyrstu útgáfu á riti Sveinbjarnar, gefur yfirlit um fyrstu til-
raunir til ritunar sögu íslenskra bókmennta; sjá og Gottskálk Jensson, „Hugmynd
um bókmenntasögu Íslendinga“, Skírnir 175, 2001 (vor), bls. 83–118.
AF MERKINGARUSLA Í HEITUM HÁSKÓLAGREINA