Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 132
132
um sem mér virðast hafa endurtekið sig (og vera að endurtaka sig) á
Íslandi.
Aðferð mín er að fjalla um hvernig Platon sér fyrir sér að samfélag þar
sem peningar eru í mestum metum (sem hann kallar auðveldi) breytist í
samfélag þar sem frelsið er mest metið (sem hann kallar lýðræði, en væri
nær að kalla frjálsræði í okkar samhengi, þar sem á Íslandi er ekki um að
ræða breytingu á stjórnskipulagi heldur umbreytingu verðmætamatsins).
Platon lýsir því svo hvernig frjálsræðið breytist aftur í samfélag þrældóms.
En áður en þetta er rakið er gagnlegt að segja örlítið frá samhenginu sem
Platon setur þetta í.
Í upphafi 8. bókar Ríkisins hefur Sókrates ásamt aðalviðmælendum sín-
um, þeim Glákoni og Adeimantosi, búið til fyrirmyndarríki sem skiptist í
þrjár stéttir: í fyrsta lagi stjórnendur, í öðru lagi hermenn og í þriðja lagi
almenning.
Þessi skipting samræmist skiptingu þeirra félaga á sálinni í þrjá hluta: í
fyrsta lagi í skynsemi sem er sá hluti sem lærir (og er einkenni stjórnenda),
í öðru lagi í skap sem er sá hluti sem reiðist (og einkennir hermenn) og í
þriðja lagi í löngun sem sækist eftir mat, drykk, kynlífi og fleiru (og ein-
kennir almenning).
Hverjum sálarhluta tilheyrir ákveðin dygð ef vel tekst til: skynseminni
tilheyrir viska, skapinu tilheyrir hugrekki og lönguninni tilheyrir hófstill-
ing, en þegar þessar dygðir eru allar saman komnar verður fjórða dygðin
til sem er réttlætið.
Fyrir okkur nú skiptir þó sérstaklega máli að skoða þau verðmæti sem
hver sálarhluti fyrir sig metur mest. Skynsemin leggur mesta rækt við
menntun sálarinnar, en þar á Platon við ýmsar andlegar listir og lærdóm,
en umfram allt rökhugsun sem vegur og metur alla þætti lífsins. Verðmæti
skynseminnar er sem sagt menntun. Skapið beinist að sæmd. Það leggur
mikla rækt við líkamann og sigur í keppni sem veitir því sæmdina. Lang-
anirnar beinast að alls konar hlutum sem almennt má kaupa fyrir peninga,
þess vegna eru verðmæti löngunarinnar peningar.
Í þessu samhengi vil ég nefna þrennt sem hangir saman. Í fyrsta lagi er
hér um stigveldi að ræða. Skynsemin og verðmætamat hennar eru best, en
verðmætamat löngunarinnar verst. Í öðru lagi er það menntuð skynsemi
sem skapar dygð í hinum lægri sálarhlutum. Þegar Platon talar um mennt-
un á hann því fyrst og fremst við þroskun þess sálarþáttar sem með
RóbeRt Jack