Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 173
173
til táar, sem gerir hundrað og tuttugu þúsund konungsfet, og að við hinir
íbúar jarðarinnar værum varla fimm fet og hnötturinn okkar níu þúsund
mílur að ummáli, já, þá mun þeim finnast að hnötturinn sem hefur alið
hann af sér hljóti að vera nákvæmlega tuttugu og ein milljón og sex hundr-
uð þúsund sinnum meiri að ummáli en okkar litla jörð. Ekkert er einfald-
ara og venjulegra í náttúrunni. Borin saman við Tyrkjaveldi, Moskvuveldi
eða Kínaveldi gefa ríki nokkurra þjóðhöfðingja Þýskalands eða Ítalíu, sem
hægt er að fara yfir á hálftíma, ekki nema mjög veikburða mynd af hinum
feiknalega mun sem náttúran hefur lagt á allar verur.
Allir okkar myndhöggvarar og listmálarar munu hæglega geta sammælst
um að mittisummál Hans hágöfgi, miðað við þá stærð sem ég hef áður
nefnt, gæti verið fimmtíu þúsund konungsfet, sem gefur mjög fallega sam-
svörun.
Hvað gáfur hans varðar þá er þetta einn af okkar almenntuðustu mönn-
um; hann hefur þekkingu á mörgu og hefur fundið ýmislegt upp. Hann var
ekki orðinn tvö hundruð og fimmtíu ára og stundaði, hefðinni samkvæmt,
nám í jesúítaskóla á sinni plánetu, þegar hann í krafti snilligáfu sinnar
leysti meira en fimmtíu frumsendur Evklíðs. Það eru átján fleiri en Blaise
Pascal leysti, sá hinn sami og varð, eftir að hafa leikið sér, að sögn systur
hans, að því að giska á þrjátíu og tvær þeirra, frekar lakur rúmfræðingur og
afleitur frumspekingur. Undir lok bernskunnar, í kringum fjögur hundruð
og fimmtíu ára aldurinn, krufði Míkrómegas mörg þeirra smáu skordýra
sem eru varla hundrað fet að ummáli og sjást ekki í venjulegum smásjám.
Hann skrifaði um það mjög áhugaverða bók sem hafði þónokkur eftirmál
fyrir hann. Múftinn í landinu hans, sem var einkar smámunasamur og
ákaflega fáfróður, fann grunsamlegar fullyrðingar í bókinni; þær ógnuðu
kennisetningum, voru grófar og bentu til villutrúar og hann ofsótti Míkró-
megas af ákafa.5 Þetta snerist um að komast að því hvort efnisleg gerð
flónna á Síríusi væri sama eðlis og hjá sniglum. Míkrómegas varði sig af
kappi og fékk konurnar í lið með sér. Réttarhöldin stóðu yfir í tvö hundruð
og fimmtíu ár. Loks lét múftinn lögspekinga sem ekki höfðu lesið bókina
setja lögbann á hana og höfundinum var bannað að láta sjá sig við hirðina
í átta hundruð ár.
Sorg hans yfir því að vera útskúfað frá hirð sem var uppfull af þrasi og
lágkúru var hófleg. Hann samdi einkar broslegan söng um múftann, en sá
hinn sami lét sér fátt um finnast og Míkrómegas tók til við að ferðast á
5 Múfti er íslamskur lögspekingur.
MÍKRÓMEGAS