Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 116
116
Á hinn bóginn er rétt að minna aftur á að persónur Turnleikhússins glíma
sjálfar við grundvallarspurningar um frásögnina og sköpulag hennar. Í
fimmta kafla grípur konan (hvaða kona?) til að mynda fram í fyrir mann-
inum (hvaða manni?) með því að spyrja: „Hvers konar saga á þetta nú að
vera?“ (26). Samtal þeirra um þetta efni heldur áfram með hléum út alla
söguna og þó að svörin séu rýr í roðinu framan af gefa þau smám saman
vísbendingu um að höfundurinn ætlist til að lesandinn skynji, fremur en
skilji, þá völundarsmíð sem þessi skáldsaga, sem og heimurinn sem við til-
heyrum, sannarlega eru:
Á ekki listin að hjálpa manni þá? Til að skilja sjálfan sig, og sitt
líf.
Ekki til að stöðva. Ekki til að frysta í fegraðri mynd. Glans-
mynd; eða skrípamynd. Einföldu rissi. Heldur vekja tilfinn-
inguna, hugsunina, næmið; svo að þú skynjir sjálfa þig meðan líf
þitt gerist, með öðru fólki eða án þess; meðan þú nemur annað
fólk og atburðina, það sem ber að og hitt sem ber frá, meðan þú
lifir. (205)
ABSTRACT
Lost in the Tower Theatre:
An essay on labyrinths, levels of reality and trompe-l’œil
The focus of the article is Thor Vilhjálmsson’s novel Turnleikhúsið (The Tower
Theatre) published in 1979, but the main purpose is to show how the concepts of
labyrinth, levels of reality and trompe-l’œil may reveal certain aspects of Vilhjálmsson’s
poetics. With reference to Umberto Eco’s analysis of three different kinds of laby-
rinths, the article traces how the setting of Turnleikhúsið develops from having a
striking resemblance to Þjóðleikhúsið (The National Theatre of Iceland) in
Reykja vík towards becoming an impressive metaphor of the world as a rhizome, as
defined by Deleuze and Guattari. It also details how the text of the novel can be
described with reference to Italo Calvino’s discussion of levels of reality in literature
and furthermore how it contains various examples of trompe-l’œil, a literary con-
cept as defined by Brian McHale.
Keywords: labyrinth, levels of reality, trompe-l’œil, Icelandic literary history, Thor
Vilhjálmsson
JÓN KARL HELGASoN