Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 139

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 139
139 395 hafði Rómverska heimsveldið skipst í Austrómverska keisaraveldið, með höfuðborg í Konstantínópel, og Vestrómverska keisaraveldið, og var Ravenna á austurströnd Ítalíu höfuðborg þess. Bóethíus komst fljótt til metorða í Róm og tók síðar að sér eitt æðsta embættið við hirð Þjóðreks í Ravenna, magister officiorum. Bóethíus sinn- aðist fljótt við marga innan hirðarinnar sökum eindregins vilja til að upp- ræta mútur og spillingu og „ástar á réttlætinu“.3 Spennan á milli Gota og Rómverja varð að miklum pólitískum og trúarlegum deilum þegar grunur um landráð féll á öldungaráðsmanninn Albínus vegna sambands hans við Justiníus keisara Býsans en eftir kirkjuþingið í Kalkedon 451 höfðu deilur biskupanna í Róm og Konstantínópel magnast sem og valdabarátta á milli Aust- og Vestrómverska keisaraveldisins. Bóethíus kom bæði Albínusi og öldungaráðinu, sem hafði dregist inn í málið, til varnar en í kjölfarið var hann sjálfur sakaður um landráð, um að styðja samsæri rómverska aðalsins og Konstantínópels og stunda galdra. Í deilunum taldi Bóethíus sig tala máli öldungaráðsins, en það kom honum ekki til varnar og dæmdi hann að lokum til dauða; menn voru „æstir til framkvæmda“ (13) og honum var ekki gefið tækifæri til að verja sig frammi fyrir dómstólum. Bóethíus var settur í stofufangelsi í Pavia og tekinn af lífi árið 524 eða 525. Þegar Bóethíus beið örlaga sinna í fangelsinu skrifaði hann Um hugfró heimspekinnar, eflaust af meiri tilfinningalegum krafti en fyrri verk, og ljær það verkinu angistarfullan og tregablandinn undirtón. Í Hugfrónni segir frá því þegar Heimspekin birtist Bóethíusi í fangelsinu og samræðu þeirra um gæfuna, örlögin, frelsi viljans og forsjónina.4 Bóethíus grætur hlut- skipti sitt og það hvernig vondum mönnum virðist ganga allt í haginn á meðan hinir góðu fara halloka í lífinu en Heimspekin gerir tilraun til að sýna honum að sönn hamingja sé til þrátt fyrir ógæfu hans og að hið illa muni á endanum koma niður á mönnum, þvert á það sem virðist. Öll ham- ingja sem byggir á ytri gæðum er dæmd til að vera ófullkomin, að mati Heimspekinnar, en hún heldur því jafnframt fram að gæðin sem Bóethíus hefur orðið að láta af hendi sökum ógæfu sinnar (auður, völd, mannvirð- 3 Bóethíus, Um hugfró heimspekinnar, bls. 9. Óbirt þýðing eftir Bárð R. Jónsson. Sjá Bárður R. Jónsson, Þýðing á De consolatione Philosophiae eftir A.M.S. Boethius ásamt inngangi, óútgefin B.A.-ritgerð, Háskóli Íslands, 1991. Hér eftir er vísað til þýðingar Bárðar með blaðsíðutölum innan sviga. Þýðingin hefur verið lagfærð þar sem þurfa þykir. 4 Í samantektinni styðst ég við John Marenbon, Medieval Philosophy. An Historical and Philosophical Introduction, London: Routledge, 2007, bls. 40–42. „GÓðUM MANNI GETUR EKKERT GRANDAð“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.