Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 139
139
395 hafði Rómverska heimsveldið skipst í Austrómverska keisaraveldið,
með höfuðborg í Konstantínópel, og Vestrómverska keisaraveldið, og var
Ravenna á austurströnd Ítalíu höfuðborg þess.
Bóethíus komst fljótt til metorða í Róm og tók síðar að sér eitt æðsta
embættið við hirð Þjóðreks í Ravenna, magister officiorum. Bóethíus sinn-
aðist fljótt við marga innan hirðarinnar sökum eindregins vilja til að upp-
ræta mútur og spillingu og „ástar á réttlætinu“.3 Spennan á milli Gota og
Rómverja varð að miklum pólitískum og trúarlegum deilum þegar grunur
um landráð féll á öldungaráðsmanninn Albínus vegna sambands hans við
Justiníus keisara Býsans en eftir kirkjuþingið í Kalkedon 451 höfðu deilur
biskupanna í Róm og Konstantínópel magnast sem og valdabarátta á milli
Aust- og Vestrómverska keisaraveldisins. Bóethíus kom bæði Albínusi og
öldungaráðinu, sem hafði dregist inn í málið, til varnar en í kjölfarið var
hann sjálfur sakaður um landráð, um að styðja samsæri rómverska aðalsins
og Konstantínópels og stunda galdra. Í deilunum taldi Bóethíus sig tala
máli öldungaráðsins, en það kom honum ekki til varnar og dæmdi hann að
lokum til dauða; menn voru „æstir til framkvæmda“ (13) og honum var
ekki gefið tækifæri til að verja sig frammi fyrir dómstólum. Bóethíus var
settur í stofufangelsi í Pavia og tekinn af lífi árið 524 eða 525.
Þegar Bóethíus beið örlaga sinna í fangelsinu skrifaði hann Um hugfró
heimspekinnar, eflaust af meiri tilfinningalegum krafti en fyrri verk, og ljær
það verkinu angistarfullan og tregablandinn undirtón. Í Hugfrónni segir
frá því þegar Heimspekin birtist Bóethíusi í fangelsinu og samræðu þeirra
um gæfuna, örlögin, frelsi viljans og forsjónina.4 Bóethíus grætur hlut-
skipti sitt og það hvernig vondum mönnum virðist ganga allt í haginn á
meðan hinir góðu fara halloka í lífinu en Heimspekin gerir tilraun til að
sýna honum að sönn hamingja sé til þrátt fyrir ógæfu hans og að hið illa
muni á endanum koma niður á mönnum, þvert á það sem virðist. Öll ham-
ingja sem byggir á ytri gæðum er dæmd til að vera ófullkomin, að mati
Heimspekinnar, en hún heldur því jafnframt fram að gæðin sem Bóethíus
hefur orðið að láta af hendi sökum ógæfu sinnar (auður, völd, mannvirð-
3 Bóethíus, Um hugfró heimspekinnar, bls. 9. Óbirt þýðing eftir Bárð R. Jónsson. Sjá
Bárður R. Jónsson, Þýðing á De consolatione Philosophiae eftir A.M.S. Boethius
ásamt inngangi, óútgefin B.A.-ritgerð, Háskóli Íslands, 1991. Hér eftir er vísað til
þýðingar Bárðar með blaðsíðutölum innan sviga. Þýðingin hefur verið lagfærð þar
sem þurfa þykir.
4 Í samantektinni styðst ég við John Marenbon, Medieval Philosophy. An Historical
and Philosophical Introduction, London: Routledge, 2007, bls. 40–42.
„GÓðUM MANNI GETUR EKKERT GRANDAð“