Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 89
89
Þeir Flosi kómu í stofuna, en Ásgrímr sat á palli. Flosi leit á
bekkina og sá, at allt var reiðubúit, þat er menn þurftu at hafa.
Ásgrímr kvaddi þá ekki, en mælti til Flosa: „Því eru borð sett, at
heimull er matr þeim, er hafa þurfu.“51
Hugtakið heimild er notað í Grágás til að merkja „sönnunargagn um eign
eða afnotarétt á landi eða lausafé“.52 orðið kemur ekki fyrir í Njáls sögu í
köflunum um mál þeirra Flosa og Njálsmanna á Alþingi, en greinilegt er
að öll málsmeðferð lýtur að því sem er lögformlega rétt, heimilaður vitnis-
burður, sem sátt hefur verið gerð um að dómtækur sé. Hér komum við
aftur að einkennum munnlegrar siðmenningar: öll nýmæli, allt óvenjulegt
eða formlega afbrigðilegt orðalag er ekki heimilt. Þessi hugsun hefur varð-
veist í dómskerfi nútímans, þar sem lögformlegur sannleikur er æðri hinu
almenna sannleikshugtaki. Að framburður fyrir dómi sé lögformlega
heimilaður er grunnforsenda dómsins. Við höfum mörg dæmi á seinni
árum um að máli hafi verið vísað frá eða sýknudómur upp kveðinn án
umfjöllunar um málsatvik vegna þess eins að formgalli hafi verið á ákær-
unni. Myndverk sem hafa verið dæmd fölsuð af sérfræðingum eru í löglegri
umferð á listamörkuðum sem ófölsuð væru þar sem gögn sérfræðinganna
voru úrskurðuð ótæk fyrir dómi.53 Það að dómsúrskurður er að fullu skil-
yrtur formsatriðum gerir að verkum að nútíma málsaðilar mega reka sín
mál án umfjöllunar um raunveruleg málsatvik, nákvæmlega á sama hátt og
liðsmenn Flosa og Marðar leituðust við að finna formgalla á málatilbúnaði
hvor annars. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 24. október 2006 kom fram að
„Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs segir að gögn sem ríkislögreglu-
stjóri notar til grundvallar ákæru vegna meintra skattsvika hans séu skilyrt
við Baugsmálið. Því megi ekki nota gögnin í öðrum málum.“ Við svipað
tækifæri skráði Njáluhöfundur eftirfarandi: „Nú mælti öll alþýða ok kváðu
ónýtt málit fyrir Merði; urðu þá allir á þat sáttir, at vörn væri, framar en
sókn.“54
5
Íslendingabók er samin í samfélagi sjálfsþurftarbúskapar þar sem framleiða
þurfti mat, fatnað, innanstokksmuni alla og búsáhöld í heimahaga. Á
51 Njála, 136. kap., bls. 360–361.
52 Grágás, úr atriðisorðaskrá: „heimild“, bls. 524.
53 Sbr. Viktor Smári Sæmundsson og Sigurður Jakobsson, „Rannsóknir á fölsuðum
málverkum“, Skírnir 182, 2008 (vor), bls. 121–132.
54 Njála, 142. kap., bls. 385.
LÖGHEIMILI SANNLEIKANS