Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 135
135
Platon bendir á. Hann talar um að auðmennirnir geri alla háða sér með því
að lána þeim og heimta háa vexti. Þannig breikkar bilið á milli ríkra og
fátækra og sífellt fleiri verða alveg auralausir. Þetta skapar óeiningu, sem
að lokum leiðir til falls auðveldisins og þess verðmætamats að peningar séu
æðstu gæði. Á Íslandi birtist þetta þannig að almenningur skuldar á end-
anum svo mikið að hann stendur ekki lengur undir afborgunum, á sama
tíma og kerfi auðveldisins er háð því að tútna frekar út. Afleiðingin er sú að
kerfið hrynur.
Raunar talar Platon líka um hvernig hefði mátt koma í veg fyrir þetta
(556a). Bestu leiðina segir hann þá að hindra að agalaust fólk geti skuldsett
sig stórkostlega og spilað rassinn úr buxunum. Næstbestu leiðina telur
hann hins vegar þá leið, sem oft hefur á síðustu misserum verið nefnd hér
á Íslandi, en það er sú leið að gera lánardrottininn samábyrgan fyrir lán-
inu. Það er sem sagt ekkert nýtt undir sólinni, þessi hugmynd er þannig í
það minnsta 2.383 ára gömul.
Í þessu samhengi ber þó að benda á að Platon talar ekki um fjármála-
kreppu sem sérstakt vandamál, heldur eru það verðmætamatið og illdeil-
urnar í samfélaginu sem eru honum efst í huga. Það er þó auðvitað fjár-
málakreppan sem birtir vandamálið sem Platon segir að auðveldið ali af
sér. Afleiðingin er svo bylting, segir hann, sem festir í sessi nýja verðmæta-
matið sem setur ekki lengur peninga í fyrsta sæti heldur frelsi. Bús áhalda-
byltingin er vissulega birtingarmynd þessarar umbyltingar verðmætamats-
ins á Íslandi: þar er ríkisstjórn, sem ekki er fær um að hrista af sér auðvaldið,
sagt upp í leit að nýju frelsi. Í lýsingu Platons eru einhverjir auðmenn
drepnir í byltingunni. Það gerðist ekki á Íslandi en sumir þeirra hafa vissu-
lega verið sendir í vissa útlegð eins og Platon nefnir (557a).
Það er örlítið erfiðara að lýsa framhaldinu, þ.e. að spyrða saman lýsingu
Platons á frjálsræðissamfélaginu annars vegar og ástandið á Íslandi eftir
hrunið hins vegar. Þá er framtíðin enn óræðari, en það þýðir auðvitað ekki
að hætta hér.
Gefum Platoni orðið um samfélag frjálsræðisins. Í fyrsta lagi ríkja þar
frjálsar umræður (557b), fólk tjáir sig sem sagt sem mest það má. Í öðru
lagi talar Platon um að áhersla sé lögð á jöfnuð þar sem lítil tilraun sé gerð
til að átta sig á mismunandi mikilvægi einstakra hluta, allt verði að fá að
vera með á jafnræðisgrundvelli (558c, 561c–e). Í þriðja lagi nefnir hann að
stjórnendur hræðist að taka ákvarðanir og stjórna, heldur verði eins og
hverjir aðrir borgarar. Þá hagi feður sér eins og börn og óttist syni sína
SKyGGNIGÁFA EðA ALMENN SANNINDI?