Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 195
195
Um meginefni frumvarpsins urðu ekki miklar deilur en í umræðum
kom skýrt fram að margir þingmenn voru með hugann við framtíðarstöðu
forseta í íslensku lýðveldi. Vildu þeir m.a. að ríkisstjóri fengi bústað sem
hæfði fyrsta innlenda þjóðhöfðingja landsins og þessu mikilvæga skrefi í
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Þannig töldu sumir þingmenn óhæfu að rík-
isstjóri byggi á Bessastöðum en þaðan hefðu dönsk stjórnvöld drottnað
yfir landinu. Einnig væri nauðsynlegt að ríkisstjóri væri ætíð til staðar, eða
eins og Magnús Jónsson komst að orði: „Í stjórnarkrísu gæti farið svo, að
hans yrði þörf hér í bænum og þá þyrfti bústaður hans að vera svo nærri,
að alltaf væri hægt að ná í hann. […] Bæði Fríkirkjuvegur 11 og Bessastaðir
eru of litlir sem einkabústaðir. Ríkisstjórinn þarf stórhýsi, stóran móttöku-
sal, álíka og hátíðasal háskólans, og borðsal líkt og gylta salinn á Hótel
Borg.“10
Meirihluti þingmanna ákvað að þiggja höfðinglega gjöf Sigurðar Jónas-
sonar um að Bessastaðir yrðu aðsetur ríkisstjórans. Samflokksmaður
Magn úsar í Sjálfstæðisflokknum, Sigurður E. Hlíðar, vildi „að hinn tilvon-
andi ríkisstjóri – ég tala nú ekki um forseta – fái bústað í höfuðstaðnum.
Líka mætti reisa veglega höll handa honum.“11
Nokkrir þingmenn gerðu athugasemd við að Alþingi kysi ríkisstjóra, þar
á meðal Sigurður Kristjánsson sem sagði: „Það hlýtur að vera krafa alþjóðar,
að æðsti maður landsins sé kosinn af almenningi, en ekki af Alþingi, af því að
á Alþingi eru svo mikil flokkaskipti og hætt við bræðingi um málið þar og
ekki víst að sá maður yrði fyrir valinu, sem alþjóð hefði kosið. […] Bezta
tryggingin er að kjósa æðsta mann landsins af kjósendum.“12
Magnús Jónsson var sama sinnis, að æðsta valdsmann „bæri að kjósa af
þjóðinni en ekki Alþingi“.13 Enginn þingmaður mælti gegn því sjónarmiði
að væntanlegan forseta ætti þjóðin að kjósa en ekki Alþingi. Þeir töldu hins
vegar flestir ekki tímabært að ræða um stjórnarskrá væntanlegs lýðveldis.
Þannig lýsti forsætisráðherra yfir að ákvörðun um að Alþingi kysi ríkis-
stjóra lýsti ekki afstöðu þingsins til skipunar æðsta valdsins í framtíðinni
eða tilhögunar á kosningu „ríkisforseta“. Frumvarpið um ríkisstjóra væri
10 Alþingistíðindi B (1941), d. 516. Fríkirkjuvegur 11 var ættarsetur fjölskyldu Thors
Jensens við Reykjavíkurtjörn. Hugmyndir voru uppi um að húsið yrði keypt sem
ríkisstjórabústaður en fjölskyldufyrirtækið Kveldúlfur var þá í miklum rekstrarerf-
iðleikum. Húsið var hið veglegasta en ummæli Magnúsar Jónssonar sýna að hann
taldi það of lítið fyrir hinn nýja íslenska handhafa æðsta valdsins.
11 Sama heimild, d. 516, d. 511.
12 Sama heimild, d. 493.
13 Sama heimild, d. 513.
KoNUNGLEGA LÝðVELDIð