Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 41

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 41
41 Málsvörnin1. er tilraun Platons til að skrásetja varnarræðu Sókratesar. Að vísu hefur hann fágað hana svolítið í orðfæri og framsetningu, eins og gengur og gerist þegar munnleg ræða er færð í letur. Enginn heldur því fram að Málsvörnin sé orðrétt sú ræða sem Sókrates flutti frammi fyrir dómstólnum. Málsvörnin2. er efnislega séð varnarræða Sókratesar, en hvorki að formi né stíl. Platon hefði hins vegar ekki farið of langt frá sann- leikanum til að hægt væri að taka hann trúanlegan; algengt var að ræður væru gefnar út eftir flutning og þá nokkuð breyttar, eins og fyrirlestrar nú á dögum. Málsvörnin3. er ekki heimild um varnarræðu Sókratesar, en hún sýnir á hinn bóginn hvern mann Sókrates hafði að geyma. Hún er eins konar mannlýsing, ræða sem Sókrates hefði getað haldið, hún er trú manninum en ekki ræðunni. Því lengra sem vikið er frá fyrsta sjónarmiðinu, því ótraustari verður Málsvörnin sem heimild um varnarræðu Sókratesar, skoðanir hans og hann sjálfan (hinn sögulega rétta Sókrates). Sjónarmið Sigurðar Nordals, sem rakið var hér að ofan, virðist einna helst tilheyra öðrum flokknum, eða fara bil beggja, fyrsta og annars flokks, enda talar hann um að Platon geti ekki hafa farið fjarri „orðum Sókratesar“, þótt ekki hafi hann „orðrétt“ eftir.9 En þar sem tímasetningin virðist gegna veigamiklu hlutverki fyrir þessa tvo flokka og ekki verður betur séð en hún sé fyrirfram gefin forsenda, þá væri ekki úr vegi að spyrja sem svo hvort eitthvað gæti bent til þess að Málsvörnin stæði nær þriðja flokknum en hinum fyrri. Höfum við eitthvað í höndunum sem gæti gefið til kynna að Málsvörnin sé ekki skrifuð stuttu eftir ræðu Sókratesar, heldur samin miklu síðar en Sigurður og margir aðrir fræðimenn hafa gengið að sem vísu? Sumir fræðimenn eru á því að svo sé og verður hér á eftir vikið að nokkrum atriðum sem teflt hefur verið fram því til stuðnings. 9 Guthrie fer eiginlega úr einum flokknum í annan þegar hann segir: „[…] the most reasonable supposition is that Plato (who makes a point of mentioning his own presence at the trial: 34a, 38b), while doubtless polishing up and reducing to bet- ter order what Socrates actually said, has not falsified the facts or the spirit of his remarks […] he has given the substance of what Socrates said, and that, if anything has been added by way of vindicating Socrates’s memory, it will be in keeping with his real character and views […] in any case the account of his life and beliefs which Plato gives us is true to the real man“ (W.K.C. Guthrie, A History of Greek Philosophy, III, Cambridge: Cambridge University Press, 1969, bls. 478, n. 1). SKýIN oG MÁLSVöRN SÓKRATESAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.