Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 158

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 158
158 og ekki heldur í huga höfundarins, enda getur huglægni hans, sem hann kemst ekki út fyrir, ekki skýrt umskiptin frá huglægni til hlutlægni. Þess vegna er framkoma listaverks nýr atburður, sem ekki er hægt að útskýra með því sem á undan er gefið. og þar sem þessi sköpun undir handleiðslu byrjar frá grunni, á hún sér stað vegna frelsis lesandans, hins sannasta frelsis hans. Þannig skírskotar rithöfundurinn til frelsis lesandans til þess að það hjálpi til við að skapa verkið. Það má sjálfsagt segja að öll verkfæri höfði til frelsis okkar, þar sem þau séu tæki mögulegrar athafnar, og að listaverkið sé því ekki sér á báti. og það er að sönnu rétt að verkfærið er storknuð drög að aðgerð. En það kemst ekki af stigi hins skilorðsbundna skylduboðs. Ég get notað hamar til að negla saman kassa eða berja á nágranna mínum. Að því leyti sem ég skoða hamarinn í sjálfum sér, höfðar hann ekki til frelsis míns, lætur mig ekki horfast í augu við það. Öllu held- ur miðar hann að því að þjóna því með því að fastsetja ákveðna röð hefð- bundinna aðferða í stað frjálsrar uppfinningar. En bókin þjónar ekki frelsi mínu. Hún krefst þess. Það er nefnilega ekki hægt að beina máli sínu til frelsisins sem slíks með því að þvinga, hrífa eða biðja. Það er aðeins ein leið til að ná því: fyrst með því að viðurkenna það, þá að bera traust til þess, og að lokum að krefjast athafnar af því, athafnar í þess eigin nafni, þ.e. í nafni þess trausts sem maður ber til þess. Bókin er því ekki leið að einhverju markmiði, eins og verkfærið. Hún býðst til þess að vera mark- mið fyrir frelsi lesandans. og orðatiltæki Kants, „markvísi án markmiðs“, virðist mér satt að segja óviðeigandi til að tákna listaverkið. Það felur í raun og veru í sér að hinn fagurfræðilegi hlutur birti aðeins sýndartilgang og takmarkist við að kalla fram frjálsan og skipulegan leik ímyndunarafls- ins. Með því gleymist að ímyndunarafl skoðandans gegnir ekki aðeins leiðbeiningarhlutverki, heldur er það einnig skapandi. Það leikur sér ekki, það er til þess kallað að endurskapa hinn fagurfræðilega hlut handan við þá drætti sem listamaðurinn lét eftir sig. Ímyndunaraflið getur ekki leikið sér að sjálfu sér fremur en önnur starfsemi hugans, það beinist alltaf að öðru en sjálfu sér, er alltaf að sinna einhverju verki. Það væri markvísi án mark- miðs ef einhver hlutur hefði þá skipan til að bera að við héldum hann hafa tilgang, þrátt fyrir að við gætum ekki fundið honum neinn. Með því að skilgreina hið fagra á þennan hátt – og þetta er markmið Kants – er hægt að líkja fegurð listarinnar við náttúrulega fegurð. Úr því að blóm, svo dæmi sé tekið, samsvarar sér svo vel, er svo samræmt í lit og hefur svo reglulegar útlínur, er undireins freistandi að leita tilgangsskýringar á öll- Jean-Paul saRtRe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.