Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 131
131
Róbert Jack
Skyggnigáfa eða almenn sannindi?
Platon um íslenska efnahagshrunið
Í þeim erindagjörðum að vinna í doktorsverkefni mínu um Platon var ég
að lesa í samræðu hans, Ríkinu, um daginn.1 Allt í einu fannst mér að-
stæðurnar sem hann lýsti frekar kunnuglegar – að minnsta kosti kunnug-
legri en vænta mætti af u.þ.b. 2.383 ára gömlum texta.2 Mér fannst eins og
ég væri að lesa um tilurð íslenska efnahagshrunsins og nokkur helstu ein-
kenni þess.
Eftir að hafa skoðað efnið aftur var ég ekki jafn viss um að Platon hitti
naglann eins rækilega á höfuðið og mér þótti í fyrstu. Hann talar til að
mynda um breytingar á stjórnskipulagi, sem ekki á við hjá okkur, og hann
talar inn í það samfélag sem hann þekkti, þar sem launmorð, aftökur, blóð-
ugar byltingar og styrjaldir voru ekki óalgengir viðburðir. Þá er ólíklegt að
Platon hefði getað séð fyrir hversu flókið samfélag okkar er og sambandið
við útlönd. – Að þessu sögðu sýnist mér Platon þó lýsa því furðanlega vel
hvernig samfélag, sem telur helstu verðmæti sín peningaleg gæði og leyfir
haftalítið frjálsræði í eftirsókn eftir þessum gæðum, getur ekki annað en
endað í upplausn. En ég sé ekki betur en þetta hafi verið staðan á Íslandi.
Til að svara, að vissu leyti fyrirfram, þeirri spurningu sem ég set fram í
titlinum, þá er ekki um það að ræða að Platon hafi þannig skyggnigáfu til
að bera að hann sjái, að hætti Nostradamusar, að lítil þjóð í norðri eigi eftir
að upplifa hrun eftir 2.381 ár. Platon lýsir þvert á móti almennum aðstæð-
1 Þessi ritgerð er lítillega breytt útgáfa af erindi sem flutt var á Hugvísindaþingi
Háskóla Íslands 6. mars 2010, sama dag og þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um
Icesave-lög.
2 Árafjöldinn byggist á áætlun Eyjólfs Kjalars Emilssonar um ritunartíma Ríkisins.
Sjá inngang Eyjólfs að Ríkinu, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1991, bls.
14.
Ritið 3/2010, bls. 131–136