Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 163
163
eins og áður var sagt, viðfang getgátna okkar, og lesandinn verður fyrir
ákveðinni upplifun. En getgátur okkar styðjast við fullvissuna um að sú feg-
urð sem í bókinni birtist sé þar aldrei af tilviljun. Milli trésins og himinsins
í náttúrunni er samræmið aðeins af tilviljun. En ef söguhetjur í skáldsögu
eru staddar í ákveðnum turni í ákveðnu fangelsi, ef þær rölta um í ákveðnum
garði, er bæði um að ræða sjálfstæðar orsakakeðjur (persónan var í ákveðnu
hugarástandi, sem stafaði af vissum atburðum í sálarlífi hennar og samfé-
lagi, en auk þess fór hún á ákveðinn stað og skipulag borgarinnar neyddi
hana til þess að ganga í gegnum ákveðinn almenningsgarð) og einnig tján-
ingu dýpri markvísi, því að garðurinn kom til sögunnar eingöngu til þess að
vera í samræmi við ákveðið hugarástand, til þess að tjá það fyrir atbeina
hlutanna eða draga það fram sem skýr andstæða þess, auk þess sem hugar-
ástandið sjálft var upphugsað í tengslum við landslagið. Hér er það orsaka-
samhengið sem er sýndin og mætti kalla orsakasamhengi án orsakar, en
markvísin hinn djúpstæði veruleiki. Ef ég get þannig í fullu trausti stutt
orsakirnar með markvísinni, er það vegna þess að með því að opna bókina
staðfesti ég að hluturinn eigi sér mannlegt frelsi að uppsprettu. Ef ég ætti
að gruna listamanninn um að hafa skrifað af ástríðu og á valdi ástríðu, hyrfi
trúnaðartraust mitt umsvifalaust, því að þá væri ekki til neins að hafa reist
orsakirnar á markvísinni. Sú síðarnefnda mundi þá byggjast á sálfræðileg-
um orsökum, og listaverkið mundi á endanum lenda inni í keðju nauð-
hyggjunnar. Vissulega neita ég því ekki, þegar ég les, að höfundurinn geti
verið fullur ástríðu, eða því að hann gæti hafa fengið fyrstu hugmynd sína
að verkinu á valdi einhverrar ástríðu. En þegar hann ákveður að skrifa,
gengur hann að því vísu, að hann víki tilfinningum sínum að einhverju
leyti til hliðar, í stuttu máli, að hann breyti geðshræringum sínum í frjálsar
geðshræringar, eins og ég geri við mínar þegar ég les verk hans, þ.e. að
hann láti í ljós afstöðu örlætisins. Þannig er lesturinn örlætissamkomulag
milli höfundar og lesanda. Hvor um sig tekur trúnaði hins. Hvor reiðir sig
á hinn, krefst af honum jafn mikils og hann krefst af sér sjálfum, því að
trúnaðurinn sjálfur er örlæti. Ekkert neyðir höfundinn til þess að halda að
lesandinn notfæri sér frelsi sitt, ekkert neyðir lesandann til þess að trúa að
höfundurinn færi sér sitt í nyt. Báðir taka frjálsa ákvörðun. Við það er
komin á gagnkvæm víxlverkan. Þegar ég les, geri ég kröfur. Ef kröfum
mínum er mætt, ýtir það sem ég er að lesa undir auknar kröfur mínar til
höfundarins, sem þýðir að krefjast þess af höfundinum að hann krefjist
meir af mér. og öfugt: krafa höfundarins er sú, að ég lyfti kröfum mínum
HVERSVEGNA Að SKRIFA?