Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 198
198
að þræða, sem falið er æðsta valdið, samkvæmt viðurkenndum
venjum nútímans, þar sem þetta æðsta vald er þingbundið.20
Fyrsta ræða hins innlenda þjóðhöfðingja sýnir glöggt hversu djúpum
rótum þingstjórnarkenningin hafði skotið meðal íslenskra ráðamanna. Að
þeirra mati birtist lýðræðishugsjónin í nútímanum sem þingbundin stjórn.
Þar væri einungis rými fyrir valdalausan þjóðhöfðingja. Engu að síður er
ljóst af ávarpi Sveins að hann ætlaði ríkisstjóranum ákveðið leiðtogahlut-
verk, þ.e. að vísa þjóðinni veginn á viðsjárverðum tímum. Þannig fjallaði
Sveinn mikið um náin tengsl Íslands við „frændþjóðir vorar á Norður-
löndum“ og þá sérstaklega við Dani. Jafnframt lagði hann mikla áherslu á
að Íslendingar gættu að virðingu sinni, sýndu sanngirni og gengju ekki á
rétt annarra þjóða:
Ég tel mér heimilt að fullyrða, að það er nú sem fyrr eindreg-
inn vilji og ósk Íslendinga, að þótt vér óskum fyrst og fremst
að teljast í hópi frjálsra Norðurlandaþjóða, megum vér einnig í
framtíðinni eiga heima í hópi þeirra annarra lýðræðisþjóða, sem
vilja byggja líf sitt, framtíð og gagnkvæm viðskipti á grundvelli
réttarins, með gagnkvæmri virðingu fyrir rétti hver annarrar og
orðheldni. Enda finnst mér það leiða af sjálfu sér. Því að ég kem
ekki auga á nokkurn möguleika á því, að hægt sé að tryggja og
varðveita framtíðartilveru Íslands sem frjáls og fullvalda ríkis, og
íslenzku þjóðarinnar, á nokkrum öðrum grundvelli.21
Með orðum sínum um virðingu fyrir rétti annarra þjóða og nauðsyn á
orðheldni í samskiptum þjóða tók fyrsti innlendi þjóðhöfðinginn ein-
dregna afstöðu með „lögskilnaði“ við Dani en blés til andstöðu við þá sem
vildu einhliða skilja við Dani án þess að fylgja ákvæðum Sambandslaga-
samningsins um uppsagnarfrest og samningaviðræður á milli landanna
tveggja. Sumarið 1939 hafði Sveinn, sem þá var sendiherra Íslands í
Danmörku, flutt útvarpserindi um Sambandslagasamninginn. Þar benti
hann á að í þeim lögum fyrirfyndist enginn grundvöllur til að slíta kon-
ungssambandinu:
Eftir orðalagi laganna gildir eitt og hið sama um þessi tvö atriði,
fullveldið og konungssambandið. okkur er jafn óheimilt að
20 Sama heimild, d. 1292–1293.
21 Sama heimild, d. 1289.
sVanuR kRIstJánsson