Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 48
48
[1] Margir hafa sem sé fyrir löngu orðið til þess að kæra mig
fyrir yður og það árum saman, og hafa þeir farið með einber
ósannindi. Ég er hræddari við þá en við Anýtos og þá félaga,
þótt þeir séu líka hættulegir. En hinir eru miklu hættulegri,
góðir menn, sem hafa dregið allan þorra yðar til sín frá barn-
æsku og leitazt við að fá yður til að leggja trúnað á þær ósönnu
sakir, sem þeir voru sífellt að bera á mig, að spekingur nokkur,
að nafni Sókrates, væri að [d] brjóta heilann um háloftin og [e]
hefði rannsakað alla hluti undir jörðu niðri og [f] gerði verra
málstað að betra. Þeir sem hafa dreift út þessum orðrómi,
Aþenumenn, eru hættulegustu ákærendur mínir, því að þeir sem
á þá hafa hlýtt, hyggja, að menn, sem fást við slíkar rannsóknir,
[a] trúi ekki á guðina. […] það er þó allra fráleitast, að ekki er
einu sinni unnt að fá að vita nöfn þeirra, né tilgreina þá, nema ef
svo skyldi vera, að einhver þeirra væri gamanleikaskáld. (31)
[2] Sókrates er brotlegur og fer með hégóma, er hann brýtur
heilann um þá hluti, sem eru [e] undir jörðinni og [d] í loftinu,
[f] gerir verra málstað að betra og [g] kennir öðrum slíkt hið
sama. […] Þetta hafið þér líka sjálfir séð í skopleik Aristófanesar.
Sókrates nokkur er þar látinn vera á sveimi til og frá, segist
ganga í loftinu og fer með margan annan þvætting, sem ég ber
ekki nokkurt skyn á, hvorki mikið né lítið. (32–33)
Við sjáum að nokkur munur er á þeim atriðum sem talin eru upp, þ.e.a.s.
þau eru að nokkru leyti ólík milli þessara tveggja útgáfna. En hvaða ósönnu
sökum er Sókrates þarna borinn, að eigin sögn? Að hann stundi rannsókn-
ir (a) á himninum og (b) jörðinni og að hann (c) geri verri málstað að betra
og (e) kenni öðrum slíkt hið sama. Fyrri atriðin tvö gera hann að náttúru-
spekingi en þau seinni að sófista og mælskukennara. Þessi tvö atriði eru
einmitt hrakin í upphafi lusis-kafla Málsvarnarinnar. Í fyrri klausunni
kemur enn fremur ásökun um (d) guðleysi, í formi ályktunar þeirra sem
hlýða á orðróminn. Tökum eftir því að í báðum útgáfum er hnýtt við til-
vísun til Aristófanesar og/eða gamanleiks hans, Skýjanna, sem Sókrates
segist reyndar ekki bera neitt skynbragð á, en þar er vafalítið á ferðinni hin
margfræga uppgerðarfávísi hans. orðrómurinn virðist, eftir því sem
Sókrates segir, a.m.k. að einhverju leyti, endurspeglast í leikriti Aristó-
fanesar. Þetta virkar á lesandann eins og hópur manna hafi borið Sókrates
GunnaR HaRðaRson