Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 148
148
Hér mætti halda því fram að í samræðu Bóethíusar við Heimspekina
eigi sér stað tilraun til að koma á gagnvirku sambandi á milli sjálfsins og
alheimsnáttúrunnar, enda er hin lifandi samræða ekki stunduð til að koma
upplýsingum til skila heldur til að leggja grunn að ákveðnum andlegum
áhrifum í lesandanum eða áheyrandanum sem stuðla að breyttri heimssýn
og persónuleika. Samkvæmt Hadot er sókratísk samræða iðkuð með það
að markmiði að fá mann til að huga að sjálfum sér.
Hið nána samband á milli þess að stunda samræðu við aðra og
við sjálfan sig er afar mikilvægt. Aðeins sá sem er tilbúinn að
mæta öðrum af alvöru er tilbúinn til að mæta sjálfum sér af heil-
indum, og hið andstæða er jafn satt. Samræða getur aðeins verið
framkvæmd af alvöru innan ramma nærveru annarra og manns
sjálfs. Frá þessu sjónarhorni er andleg æfing samræða, að svo
miklu leyti sem hún er æfing í heilli nærveru við mann sjálfan
og aðra.23
Einkenni slíkrar samræðu sem andlegrar æfingar er að hún er díalektísk:
lesandinn og viðmælandinn eru leiddir fram og til baka um textann og
lausn á ákveðnu vandamáli skiptir minna máli en leiðin sem farin er til að
móta hugsunina og uppgötva sannleikann, því hér er um að ræða ferli sem
á að leiða til sinnaskipta þátttakandans. Ef litið er á stöðu Bóethíusar í
verkinu út frá þessu má sjá hvernig hann er þátttakandi/lesandi í samræðu
við Heimspekina, og skrifar um og íhugar persónulega stöðu sína, og
hvernig hann ber veruleika sinn saman við minninguna um þá hluti sem
hann hefur lært, þar sem Heimspekin er ljósmóðir þeirra sanninda sem
hann hefur gleymt. Þannig kemur fram annar og flóknari sjálfsveruleiki í
verkinu en oft er talið, háður mælskufræðilegri stöðu Bóethíusar, þar sem
Bóethíus er í senn sá sem skrifar og les verkið og sá sem hlustar og talar í
verkinu: það er að segja, sá sem stundar heimspekilega samræðu utan og
innan verksins. Með þeim hætti sprettur fram mynd andlegrar æfingar,
ekki æfingar í rökfræði.
Greina má á milli andlegra æfinga sem gerðar voru við raunverulegar
aðstæður eða út frá þeim og hugsunaræfinga sem áttu að vera undirbún-
ingur manna fyrir möguleg áföll. Foucault telur meginæfinguna hafa falist
í íhugun um dauðann og undirbúning fyrir hann; jafnvel upp að því marki
að gera dauðann að raunveruleika í lífinu sjálfu. Epiktet sagði til dæmis: „Á
23 Pierre Hadot, „Spiritual Exercises“, Philosophy as a Way of Life, bls. 91.
steInaR ÖRn atlason