Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 96

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 96
96 heldur eins konar „völundarhús nútímans þar sem ferðalangnum gefst færi á að dýrka Eros en lendir jafnframt á flakki um ganga þar sem dyr opnast inn á mörg svið, meðal annars út í ógnarviðburði samtímans, eins og stríð- ið í Víetnam, en einnig inn í hans eigin hugardjúp, minningar, þrár og ótta“.2 Ástráður notar líka hugtakið völundarhús um Turnleikhúsið og velt- ir vöngum yfir því hvort nafn Ólafs Davíðssonar feli þar í sér „vísun til hins kunna þjóðsagnasafnara á síðari hluta 19. aldar – og þá hugsanlega til þess að ferðin í skáldsögunni sé einn allsherjar þjóðsagnaleiðangur manns í leit að sjálfum sér og sínum sögum“.3 Matthías Viðar Sæmundsson tekur í sama streng í fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu og segir að sögusvið Turnleikhússins sé „íslenskt völundarhús, þar sem ferðast er fram og aftur í tíma og um hugarheima“.4 Báðir enduróma Ástráður og Matthías þau orð Ólafs Jónssonar að í Fljótt fljótt sagði fuglinn dragi Thor upp „af mikilli mælsku, mikilli íþrótt völundarhús mannlegrar tilveru og tilfinninga“.5 Í þessari grein verður Turnleikhúsið sett í samhengi við fleiri skáldverk þar sem völundarhús eru í brennidepli. Um er að ræða merka bókmennta- hefð sem gjarnan er rakin til grísku goðsögunnar um Þeseif og Mínos- tarfinn á Krít en hún endurómar meðal annars í Eneasarkviðu (Aeneid, 29–19 f.Kr.) Virgils og Ummyndunum (Metamorphoses, 8 e.Kr.) Óvíds.6 Meðal margra þekktra nútímaverka sem sverja sig í þessa ætt er skáldsagan Nafn rósarinnar (Il nome della rosa, 1980) eftir Umberto Eco sem út kom í íslenskri þýðingu Thors árið 1984.7 Aðrar sögur sem hér ber á góma eru 2 Ástráður Eysteinsson, „og svo framvegis. Um ritlist Thors Vilhjálmssonar“, Bókmenntavefurinn (http://bokmenntir.is/hofundur.asp?cat_id=372&module_ id=210&element_id=766&author_id=88&lang=1). Skoðað 3. mars 2009. 3 Sama heimild. Ástráður ræðir einnig um Turnleikhúsið í grein sinni „„Er ekki nóg að lífið sé flókið?“ Um sögu og sjálf og karlmynd í Grámosinn glóir og fyrri verkum Thors Vilhjálmssonar“, Tímarit Máls og menningar 48/3 (1987), bls. 310–327. 4 Matthías Viðar Sæmundsson, „Nýstefna í sagnagerð 1960–1970“, Íslensk bók- menntasaga V, ritstj. Guðmundur Andri Thorsson, Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 484. 5 Ólafur Jónsson, „Veröld ástar og dauða. Thor Vilhjálmsson“, Líka líf. Greinar um samtímabókmenntir, Reykjavík: Iðunn, 1979, bls. 137. 6 Sjá Penelope Reed Doob, The Idea of the Labyrinth from Classical Antiquity through the Middle Ages, Ithaca og London: Cornell University Press, 1990, bls. 17–38 og bls. 227–253. 7 Meðal þeirra sem fjallað hafa um völundarhúsið í bókmenntum tuttugustu aldar eru Wendy Faris, Labyrinths of Language. Symbolic Landscape and Narrative Design in Modern Fiction, Baltimore: Johns Hopkins University Press, 1988 og Donald Gutierrez, The Maze in the Mind and the World. Labyrinths in Modern Literature, Troy, New york: Witston, 1985. JÓN KARL HELGASoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.