Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 96
96
heldur eins konar „völundarhús nútímans þar sem ferðalangnum gefst færi
á að dýrka Eros en lendir jafnframt á flakki um ganga þar sem dyr opnast
inn á mörg svið, meðal annars út í ógnarviðburði samtímans, eins og stríð-
ið í Víetnam, en einnig inn í hans eigin hugardjúp, minningar, þrár og
ótta“.2 Ástráður notar líka hugtakið völundarhús um Turnleikhúsið og velt-
ir vöngum yfir því hvort nafn Ólafs Davíðssonar feli þar í sér „vísun til hins
kunna þjóðsagnasafnara á síðari hluta 19. aldar – og þá hugsanlega til þess
að ferðin í skáldsögunni sé einn allsherjar þjóðsagnaleiðangur manns í leit
að sjálfum sér og sínum sögum“.3 Matthías Viðar Sæmundsson tekur í
sama streng í fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu og segir að sögusvið
Turnleikhússins sé „íslenskt völundarhús, þar sem ferðast er fram og aftur í
tíma og um hugarheima“.4 Báðir enduróma Ástráður og Matthías þau orð
Ólafs Jónssonar að í Fljótt fljótt sagði fuglinn dragi Thor upp „af mikilli
mælsku, mikilli íþrótt völundarhús mannlegrar tilveru og tilfinninga“.5
Í þessari grein verður Turnleikhúsið sett í samhengi við fleiri skáldverk
þar sem völundarhús eru í brennidepli. Um er að ræða merka bókmennta-
hefð sem gjarnan er rakin til grísku goðsögunnar um Þeseif og Mínos-
tarfinn á Krít en hún endurómar meðal annars í Eneasarkviðu (Aeneid,
29–19 f.Kr.) Virgils og Ummyndunum (Metamorphoses, 8 e.Kr.) Óvíds.6
Meðal margra þekktra nútímaverka sem sverja sig í þessa ætt er skáldsagan
Nafn rósarinnar (Il nome della rosa, 1980) eftir Umberto Eco sem út kom í
íslenskri þýðingu Thors árið 1984.7 Aðrar sögur sem hér ber á góma eru
2 Ástráður Eysteinsson, „og svo framvegis. Um ritlist Thors Vilhjálmssonar“,
Bókmenntavefurinn (http://bokmenntir.is/hofundur.asp?cat_id=372&module_
id=210&element_id=766&author_id=88&lang=1). Skoðað 3. mars 2009.
3 Sama heimild. Ástráður ræðir einnig um Turnleikhúsið í grein sinni „„Er ekki nóg
að lífið sé flókið?“ Um sögu og sjálf og karlmynd í Grámosinn glóir og fyrri verkum
Thors Vilhjálmssonar“, Tímarit Máls og menningar 48/3 (1987), bls. 310–327.
4 Matthías Viðar Sæmundsson, „Nýstefna í sagnagerð 1960–1970“, Íslensk bók-
menntasaga V, ritstj. Guðmundur Andri Thorsson, Reykjavík: Mál og menning,
2006, bls. 484.
5 Ólafur Jónsson, „Veröld ástar og dauða. Thor Vilhjálmsson“, Líka líf. Greinar um
samtímabókmenntir, Reykjavík: Iðunn, 1979, bls. 137.
6 Sjá Penelope Reed Doob, The Idea of the Labyrinth from Classical Antiquity through
the Middle Ages, Ithaca og London: Cornell University Press, 1990, bls. 17–38 og
bls. 227–253.
7 Meðal þeirra sem fjallað hafa um völundarhúsið í bókmenntum tuttugustu aldar
eru Wendy Faris, Labyrinths of Language. Symbolic Landscape and Narrative Design
in Modern Fiction, Baltimore: Johns Hopkins University Press, 1988 og Donald
Gutierrez, The Maze in the Mind and the World. Labyrinths in Modern Literature,
Troy, New york: Witston, 1985.
JÓN KARL HELGASoN