Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 125
125
þeir fljúga burt og ef dádýr kæmu auga á þær myndu þau taka á
rás. Hver þessara fjögurra getur ákvarðað hugmyndina um feg-
urð fyrir gjörvallan heiminn?14
Gagnrýni daoista beinist þannig að hinum takmarkandi veruhætti sið-
menningarinnar. Á þeim grundvelli er hún að mestu ofin tvennum þráðum
sem vestrænum umhverfisheimspekingum eru vel kunnir. Annars vegar er
um að ræða réttlætissjónarmið: að maðurinn hafi ekki ásættanlegar for-
sendur til að setja sjálfan sig í forréttindastöðu gagnvart öðrum lífverum
og náttúrunni í heild. Hins vegar er um að ræða praktískt sjónarmið sem
kenna mætti við sjálfbæran lífsmáta (frekar en afkomu eða þróun). Bæði
sjónarmið eru veigamikil í málflutningi daoista. En hið síðara fléttast með
dýpri hætti inn í heimspeki daoismans um stöðu mannsins í veruleikanum
og skal farið nánari orðum um það undir lok greinarinnar.
Áður skal þó taka dæmi um fyrra sjónarmiðið. Daoistar gera greinarmun
á mannmiðjun og náttúrumiðjun. Mannmiðjun er einfaldlega kölluð ren
人 sem þýðir manneskja. Náttúrumiðjun er kennd við táknið tian 天 sem
merkir „himinn“ en í undirskildri samtengingu sinni við di 地, „jörð“,
merkir táknið einnig „náttúra“. Norðurhafsguðinn tjáir þennan greinar-
mun með eftirfarandi hætti:
Nautgripir og hestar hafa fjóra fætur – þetta er náttúrumiðjun
[tian]. Að beisla hest og þræða hring í nef nauts – þetta er mann-
miðjun [ren]. Því er sagt: „Tortímið ekki hinu náttúrulega með
hinu mannlega, tortímið ekki kringumstæðum veraldarflæðisins
með markmiðshyggju viljans […]“15
Hér gengur mannmiðjun gegn náttúrumiðjun, meðvituð ætlun gegn nátt-
úrulegum kringumstæðum. og eins og segir á öðrum stað í Zhuangzi er
einfaldlega eitthvað bogið við það að sá sem kvelur dýr, t.d. tamningamað-
ur sem misþyrmir hestum til að þeir muni hlýða eigendum sínum, sé álit-
inn „góður í að meðhöndla hesta“.16 Hinir margvíslegu heimar fyrirbær-
14 Zhuangzi §2, bls. 6.
15 Zhuangzi §17, bls. 44.
16 Zhuangzi §9, bls. 22–23. Ég geri fyllri grein fyrir viðhorfum Zhuangzi til dýrarík-
isins í grein minni „on Non-Human Figures in the Zhuangzi“, í Fang Keli (ritstj.),
第12届国际中国哲学大会 文集 4, Chinese Philosophy and the Trends of the 21st
Century Civilization 中国哲学和21世 文明走向, Beijing: Shangwu yin shuguan,
2003, bls. 243–258.
JAFNGILDIR HEIMAR