Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 167
167
undirstöðu, ef maður uppgötvaði hann ekki í tilraun til þess að yfirstíga
hann. oft hefur verið eftir því tekið að hversu áþreifanlegur einhver hlutur
er í sögu veltur ekki á því hversu oft og lengi honum er lýst, heldur á því
hversu margvísleg tengsl hann hefur við hinar ýmsu persónur. Hann virð-
ist því raunverulegri, því oftar sem persónurnar handfjatla hann, taka hann
upp og setja á sinn stað, í stuttu máli, yfirstíga hann til að þjóna eigin
markmiðum. Þannig má segja um heim skáldsögunnar, þ.e. heild hluta og
persóna, að til þess að hann megi verða sem áþreifanlegastur verður sú
afhjúpun-sköpun, sem lesandinn uppgötvar hann með, einnig að vera
ímynduð þátttaka í atburðarásinni. Með öðrum orðum, því meiri tilhneig-
ingu sem maður hefur til að breyta henni, því meira lifandi verður hún.
Villa raunsæisstefnunnar var sú að halda að raunveruleikinn opinberaði sig
íhuguninni og að því væri hægt að draga upp óhlutdræga mynd af honum.
Hvernig ætti það að vera hægt, þegar sjálf skynjunin er hlutdræg, og nafn-
gift er í sjálfu sér hagræðing hlutarins? og hvernig gæti sá rithöfundur,
sem vill vera aðalatriði gagnvart alheiminum, viljað vera það gagnvart því
óréttlæti sem hann hefur að geyma? Þó verður hann að vera það. En ef
hann fellst á að vera skapari óréttlætis, er það vegna þess að í raun miðar
hann að því að afnema það. Ef ég sem lesandi skapa og viðheld óréttlátum
heimi, kemst ég ekki hjá því að verða ábyrgur fyrir því. og öll list höfund-
arins miðar að því að skylda mig til að skapa það sem hann afhjúpar, þ.e. að
flækja mér inn í málin. Svo að báðir berum við ábyrgð á heiminum. og
einmitt vegna þess að þessum heimi er haldið uppi með sameiginlegu átaki
frelsis okkar beggja, og vegna þess að höfundurinn, með mig sem tæki,
hefur freistað þess að gera heiminn mannlegan, verður hann að birtast í
sjálfum sér og í innsta eðli sínu sem gegnsýrður frelsi, sem býr að baki
honum og hefur frelsi mannsins sem tilgang. og ef hann er ekki í raun það
ríki markmiðanna sem hann á að vera, verður hann að minnsta kosti að
vera áfangi á þeirri leið, þ.e.a.s., hann verður að vera verðandi og það verð-
ur alltaf að skoða hann og leggja hann fram út frá því sjónarhorni að hann
stefni að ríki markmiðanna, en ekki sem kremjandi þunga sem liggi á
okkur eins og mara. Hversu illt og örvona það mannkyn, sem verkið dreg-
ur upp mynd af, kann að vera, verður það að eiga til snefil af örlæti. En
örlætið á alls ekki að tjá sig í uppbyggilegum orðræðum eða dyggðum
prýddum persónum, og má ekki einu sinni vera úthugsað, og víst er það
rétt að maður skapar ekki góðar bókmenntir með góðum tilfinningum. En
örlætið þarf að vera sjálft fjöregg bókarinnar, það efni sem fólkið og hlut-
HVERSVEGNA Að SKRIFA?