Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 102
102
ómsins er uppbygging veraldarvefsins þar sem vefsíður eru tengdar saman
með ófyrirsjáanlegum hætti; skilin milli eins texta og annars verða síbreyti-
leg og ekkert fyrirfram gefið stigveldi ríkir milli þeirra.20 Með lýsingu
sinni á rísóminu vildu Deleuze og Guattari draga úr áhrifamætti þeirrar
myndhverfingar trésins sem liggur til grundvallar tvenndarhugsun okkar
um heiminn og hugtakanotkun í jafn ólíkum greinum og ættfræði, sál-
greiningu, upplýsingatækni og setningafræði. Þeir taka svo til orða að
rísómið sé and-ættfræði sem getur ögrað hefðbundinni heimsmynd okkar
og söguskilningi í grundvallaratriðum: „Skýringarmyndir af þróuninni
mundu þá ekki lengur aðeins fylgja fyrirmynd ættartrésins, sem kvíslast frá
hinu einfalda til hins flókna, heldur fylgja rísómi sem er að verki milliliða-
laust í hinu misleita, stökkvandi frá einni línu, þegar sundurgreindri, til
annarrar.“21
Sú uppgötvun Vilhjálms að heimurinn hafi form rísómsins er nátengd
rannsóknum hans á morðunum í klaustrinu. Vegna setningar sem Alinardo
missir út úr sér snemma í sögunni fær Vilhjálmur þá flugu í höfuðið að
atburðarásin fylgi mynstri hinna sjö básúna sem fjallað er um í
opinberunarbókinni. Jorge fréttir það og gerir sitt til þess að hægt sé að
setja ný mannshvörf í samhengi við yfirvofandi dómsdag. Fyrir vikið verð-
ur Vilhjálmur enn sannfærðari um að tilgáta hans sé rétt og það er aðeins
fyrir tilviljun að hún leiðir hann á slóð blinda bókavarðarins. Samband
þeirra tveggja er að þessu leyti hliðstætt sambandi vespunnar og brönu-
grassins. „Það liggur þá svona í því,“ segir Vilhjálmur við Jorge undir lok
bókar. „Ég hef komið mér upp röngu mynstri til þess að túlka framferði
hins seka og hinn seki hefur lagað sig eftir því. og það er einmitt þetta
ranga mynstur sem hefur komið mér á þitt spor.“22
Í bókmenntasögulegu samhengi er þessi þáttur Nafns rósarinnar inn-
blásinn af skrifum hins blinda argentínska bókavarðar og rithöfundar,
Jorge Luis Borges, þar á meðal smásögunni „Dauðinn og áttavitinn“, en
hún hefur komið út í íslenskri þýðingu Sigfúsar Bjartmarssonar.23 Þar
20 Sbr. Ilana Snyder, Hypertext. The Electronic Labyrinth, Melbourne: Melbourne
University Press, 1996, bls. 52.
21 Gilles Deleuze og Félix Guattari, „Rísóm“, bls. 28.
22 Umberto Eco, Nafn rósarinnar, bls. 439.
23 Einnig eru augljós tengsl á milli Nafns rósarinnar og smásögu Borgesar „Bókasafnið
í Babel“ („La biblioteca de Babel“, 1941) en hún hefst á orðunum: „Alheimurinn
(sem aðrir nefna Bókasafnið) er samsettur úr ótilteknum og hugsanlega takmarka-
lausum fjölda sexhyrndra herbergja […]“. Jorge Luis Borges, „The Library of
Babel“, þýð. James E. Irby, Labyrinths. Selected Stories and Other Writings, ritstj. A.
JÓN KARL HELGASoN