Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 102

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 102
102 ómsins er uppbygging veraldarvefsins þar sem vefsíður eru tengdar saman með ófyrirsjáanlegum hætti; skilin milli eins texta og annars verða síbreyti- leg og ekkert fyrirfram gefið stigveldi ríkir milli þeirra.20 Með lýsingu sinni á rísóminu vildu Deleuze og Guattari draga úr áhrifamætti þeirrar myndhverfingar trésins sem liggur til grundvallar tvenndarhugsun okkar um heiminn og hugtakanotkun í jafn ólíkum greinum og ættfræði, sál- greiningu, upplýsingatækni og setningafræði. Þeir taka svo til orða að rísómið sé and-ættfræði sem getur ögrað hefðbundinni heimsmynd okkar og söguskilningi í grundvallaratriðum: „Skýringarmyndir af þróuninni mundu þá ekki lengur aðeins fylgja fyrirmynd ættartrésins, sem kvíslast frá hinu einfalda til hins flókna, heldur fylgja rísómi sem er að verki milliliða- laust í hinu misleita, stökkvandi frá einni línu, þegar sundurgreindri, til annarrar.“21 Sú uppgötvun Vilhjálms að heimurinn hafi form rísómsins er nátengd rannsóknum hans á morðunum í klaustrinu. Vegna setningar sem Alinardo missir út úr sér snemma í sögunni fær Vilhjálmur þá flugu í höfuðið að atburðarásin fylgi mynstri hinna sjö básúna sem fjallað er um í opinberunarbókinni. Jorge fréttir það og gerir sitt til þess að hægt sé að setja ný mannshvörf í samhengi við yfirvofandi dómsdag. Fyrir vikið verð- ur Vilhjálmur enn sannfærðari um að tilgáta hans sé rétt og það er aðeins fyrir tilviljun að hún leiðir hann á slóð blinda bókavarðarins. Samband þeirra tveggja er að þessu leyti hliðstætt sambandi vespunnar og brönu- grassins. „Það liggur þá svona í því,“ segir Vilhjálmur við Jorge undir lok bókar. „Ég hef komið mér upp röngu mynstri til þess að túlka framferði hins seka og hinn seki hefur lagað sig eftir því. og það er einmitt þetta ranga mynstur sem hefur komið mér á þitt spor.“22 Í bókmenntasögulegu samhengi er þessi þáttur Nafns rósarinnar inn- blásinn af skrifum hins blinda argentínska bókavarðar og rithöfundar, Jorge Luis Borges, þar á meðal smásögunni „Dauðinn og áttavitinn“, en hún hefur komið út í íslenskri þýðingu Sigfúsar Bjartmarssonar.23 Þar 20 Sbr. Ilana Snyder, Hypertext. The Electronic Labyrinth, Melbourne: Melbourne University Press, 1996, bls. 52. 21 Gilles Deleuze og Félix Guattari, „Rísóm“, bls. 28. 22 Umberto Eco, Nafn rósarinnar, bls. 439. 23 Einnig eru augljós tengsl á milli Nafns rósarinnar og smásögu Borgesar „Bókasafnið í Babel“ („La biblioteca de Babel“, 1941) en hún hefst á orðunum: „Alheimurinn (sem aðrir nefna Bókasafnið) er samsettur úr ótilteknum og hugsanlega takmarka- lausum fjölda sexhyrndra herbergja […]“. Jorge Luis Borges, „The Library of Babel“, þýð. James E. Irby, Labyrinths. Selected Stories and Other Writings, ritstj. A. JÓN KARL HELGASoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.