Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 50

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 50
50 Seifur sé ekki til, hins vegar geti hann vegsamað Skýin (sem kórinn í verk- inu leikur) en þau megi rekja til Hvirfilvinds. Strepsiadesi ferst lærdóm- urinn illa úr hendi, en í staðinn sendir hann soninn, Feidippides, í læri til Sókratesar. Þar verður hann vitni að rökræðu Rétts og Órétts sem hafnar því að réttlæti sé til og ber á endanum sigurorð af Réttum. Þegar Feidippides kemur úr skólanum eru rukkararnir reknir burt með þeim rökum að Strepsiades hafi svarið við Seif, en hann sé ekki til, og því séu loforð hans um endurgreiðslu ógild. En gamanið tekur að kárna fyrir Strepsiadesi þegar Feidippides tekur að lúberja hann og styður það þeim rökum að Strepsiades hafi barið Feidippides í bernsku vegna umhyggju fyrir honum, og tvisvar verði gamall maður barn. Þegar hann hótar í lokin að berja móður sína og kveðst munu færa gild rök fyrir því er Strepsiadesi nóg boðið, og hann ræðst ásamt þrælum sínum á Hugveitu Sókratesar og brennir hana til grunna. Hvort Sókrates og Kaírefón drepast þar í rústun- um eða ekki, veltur á túlkun orðalagsins, sem virðist reyndar benda til þess að þeir flýi burt.30 Eins og ljóst má vera er engu líkara en sakargiftirnar í Málsvörninni séu beinlínis unnar upp úr efnisatriðum Skýjanna. í Skýjunum er Sókrates lát- inn vera að skoða það sem er uppi í loftinu og a.m.k. lærisveinar hans skoða það sem er undir jörðinni. Í Skýjunum er hann líka látinn kenna rök með og móti og kenna öðrum það fyrir borgun („gerir verra málstað að betra“ og „kennir öðrum slíkt hið sama“) og góðu rökin og vondu rökin eru meira að segja persónur í leikritinu (Réttur og Óréttur) og fara í hár saman; lærisveinninn, sem sendur er til hans í því skyni að læra að tala um fyrir mönnum með því að beita brögðum svo að Strepsiades losni úr klóm handrukkara, endar á að berja föður sinn og réttlætir það með rökum („spillir æskulýðnum“). Sókrates er einnig látinn neita því að Seifur sé til („trúir ekki á guði borgarinnar“), en kynna Skýin eða Hvirfilvind sem ný átrúnaðargoð („aðrar nýjar andlegar verur“). Í Málsvörninni sjálfri er þetta atriði hins vegar allt mjög óljóst og tengt við sagnarandann sem heldur aftur af Sókratesi þegar hann er að fara að gera einhverja vitleysu. Skýin varpa því nýju ljósi á sakargiftirnar og ákæruatriðin í Málsvörninni. Það eru ekki bara fyrri sakargiftirnar sem teknar eru upp úr Skýjunum, 30 Eins og sjá má eru Skýin að einhverju leyti sambærileg við Spaugstofuna, eins og við þekkjum hana, þar er verið að gera grín að spekingum og Sókrates tekinn fyrir, þótt hann þurfi ekki endilega að vera raunsönn eftirmynd hins raunverulega Sókratesar, ekki frekar en persónur Spaugstofunnar eru nákvæmlega eins og fyrir- myndirnar. GunnaR HaRðaRson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.