Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 87
87
sáttargjörð. Þetta sést vel ef við lítum á uppruna orðsins, en sannur er sam-
stofna latneska orðinu sons, „sekur“. Synd er af sama stofni.44 Algengt orða-
samband í Íslendingasögunum er sannur að sök.
Ljóst er því að sannleikshugtakið hafði ávallt samfélagslega skírskotun
og fékk sína staðfestingu með sáttum milli manna; þegar mikið lá við gerð-
ist þetta á þingi. Hin rökfræðilega skírskotun hafði mun minna vægi, og
hugtakapólunin sem við þekkjum í dag, þegar segja má að orðið „sannur“
hafi tvær aðskildar merkingar eins og hér hefur verið rakið, var ekki til
staðar. Glöggt kemur þetta fram í mun eldra dæmi: í bréfi sínu til
Filippímanna (4.8) segir Páll postuli:
Að lokum bræður, hvaðeina sem satt er, hvaðeina göfugt, hvað-
eina rétt, hvaðeina hreint, hvaðeina elskulegt, hvaðeina gott
afspurnar, sé þar dyggð eða sé þar lof, hugleiðið það.45
Þessi upphafna þula nefnir sex góða kosti sem allir lúta að háttsemi manna:
öll breytni sem er sönn, göfug, rétt, hrein, elskuleg og góð afspurnar. Allt
eru þetta eiginleikar sem treysta innviði samfélagsins, öryggi og rétta skip-
an þess. Rökfræðihugtakið „veruleikanum samkvæmt“ á hér alls ekki við.
4
Algengt ritklif í sagnfræðiritum miðalda er að höfundur segist ekki geta
staðfest frásögnina sökum skorts á vitneskju. Þórir munkur skrifar í Noregi
á seinni hluta 12. aldar um fyrstu ferðir norrænna manna til Íslands, og
leggur áherslu á að þar sem hann búi ekki sjálfur yfir traustri vitneskju geti
hann hvorki staðfest né rengt frásögnina.46 Seint á 9. öld skráir Elfráður
ríki konungur Englendinga frásögn Norðmannsins Óttars um þjóðir nyrst
á Norðurlöndum, en Óttar segir að Bjarmar hafi sagt honum af landi
44 Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Reykjavík: orðabók Háskólans,
1989, bls. 796 („2 sannur“).
45 Ég leyfi mér að þýða hér úr Vulgata, þann texta sem Ari þekkti: De cetero fratres
quaecumque sunt vera quaecumque pudica quaecumque iusta quaecumque sancta
quaecumque amabilia quaecumque bonae famae si qua virtus si qua laus haec cogitate.
46 Theodoricus Monachus, The Ancient History of the Norwegian Kings, þýð. David og
Ian McDougall, London: Viking Society for Northern Research, University
College London, 1998, bls. 6. Í formála sínum að bókinni bendir Peter Foote á að
höfundurinn sé sérlega tregur til að staðfesta munnmælasögur, þannig að þessi
einkenni séu ekki aðeins merki um áhrif hefðarinnar hjá honum heldur einnig að
hluta sérkenni hans sjálfs (bls. xxiv).
LÖGHEIMILI SANNLEIKANS