Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 215
215
myndi ekki kvika frá tillögum sínum um þingkjörinn forseta, „því [stjórn-
arskrárfrumvarpinu] yrði ekki breytt“.55
Samkvæmt minnisblöðum Sveins Björnssonar var það auðmýkri Gísli
Sveinsson sem hafði óskað fundar 16. febrúar 1944:
Vildi hann leggja fyrir mig þá spurningu, hvort eg mundi ef til
vill leysa upp Alþingi eftir að það hefði gert samþykktir sínar í
„lýðveldismálinu“ svokallaða.
Benti eg honum á að slíkri spurningu bæri frekar að beina
til stjórnarinnar (ráðuneytisins). Það hefur verið skoðun mín á
ríkisstjórastöðunni frá því eg tók við henni fram á þennan dag,
að ríkisstjóri tæki við tillögum frá ráðuneytinu og féllist á þær
eða neitaði að fallast á þær. Að jafnaði mætti gera ráð fyrir að
hann féllist á tillöguna. Neitun mundi leiða af sér lausnarbeiðni
ráðuneytisins og því ekki framkvæmanleg, nema ríkisstjóri væri
öruggur um að geta myndað nýtt ráðuneyti þannig, að ekki
væru brotnar þær þingræðisreglur, sem unt væri að halda uppi.
Ef ráðuneytið, eða forsætisráðherra, gerði tillögu um að leysa
upp Alþingi mætti því telja allar líkur fyrir því að eg mundi fall-
ast á tillöguna.
Er Gísli Sveinsson sagði, að það væri tæpast rétt, ef rík-
isstjóra væri kunnugt um að Alþingi eða ákveðinn meiri hluti
þess væri ekki fylgjandi þingupplausn, sagði eg að eg mundi
sem ríkisstjóri og handhafi framkvæmdarvaldsins samt fara að
tillögum ráðuneytis þess, sem eg hefði falið að fara með fram-
kvæmdarvaldið, ef það teldi rétt með þingupplausn að fá úr því
skorið hvort Alþingi væri í samræmi við þjóðarviljann.56
Skýrari gat boðskapur ríkisstjóra ekki verið: Héldi meirihluti þingsins fast
við tillögu sína um þingkjörinn forseta, myndi forsætisráðherra leggja
fram tillögu um þingrof og ríkisstjóri myndi fallast á hana. Boðað yrði til
kosninga. Samþykkt nýrrar stjórnarskrár og stofnun lýðveldis væri þar
með frestað um ótiltekinn tíma. Stjórnmálaflokkarnir tveir – Framsókn ar-
flokkur og Sjálfstæðisflokkur – sem enn studdu ákvæðið um þingkjörinn
forseta, stæðu í væntanlegum þingkosningum andspænis stórum meiri-
55 Sama heimild, bls. 154.
56 Sama heimild, bls. 121.
KoNUNGLEGA LÝðVELDIð