Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 50
50
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON
ÚTDRÁTTUR
Gest ber að garði. Um „Hrafninn“
eftir Edgar Allan Poe og sjö íslenskar þýðingar kvæðisins
Grein þessi fjallar um ýmsa þætti í ljóði Edgars Allans Poes, „The Raven“ („Hrafn-
inum“), eins og þeir birtast í frumkvæðinu og í sjö íslenskum þýðingum þess. Saga
ljóðsins á íslensku spannar á aðra öld, allt frá árinu 1892 er þýðing Einars Benedikts-
sonar birtist. Það ár þýddi Matthías Jochumsson einnig kvæðið, en sú gerð birtist
ekki fyrr en seinna. Síðar birtust þýðingar eftir Sigurjón Friðjónsson 1937, og Skugga
(Jochum Eggertsson) 1941, og á níunda áratugnum birtust enn tvær þýðingar, eftir
Þorstein frá Hamri 1985 og Gunnar Gunnlaugsson 1986. Sjöunda þýðingin, eftir
einn af lykilþýðendum íslenskrar bókmenntasögu, Helga Hálfdanarson, birtist í
fyrsta sinn í þessu hefti Ritsins. Helgi þýddi kvæðið laust fyrir miðja síðustu öld og
fannst þýðingin í eftirlátnum ritum hans. Sérstaklega er litið til þýðingar Helga í
greininni, en einnig hugað að veigamiklum einkennum annarra þýðinga.
Í öllum íslensku þýðingunum er hvert erindi ellefu línur með fjórum áherslu-
atkvæðum, en fimm af sex línum í hverju erindi frumkvæðisins eru helmingi lengri.
Þrátt fyrir hið ólíka svipmót er hrynjandi og rím þýðinganna mjög í takt við frum-
textann en kallast jafnframt á við íslenska braghefð sem rekja má a.m.k. aftur á
átjándu öld. Í greininni er hugað að rím-mynstri frumtextans og tengslum formsins
við inntak og tilfinningatjáningu, og greint hvernig þýðendurnir túlka þessa þætti
kvæðisins, stundum með sérstökum áherslum (eins og sjá má í þaulrími Sigurjóns
eða hrollþunga Skugga), en einnig með því að draga úr vægi vissra einkenna. Skýr-
asta dæmið um hið síðarnefnda má sjá í því hvernig Helgi kýs að fylgja ekki fyrir-
mynd frumtextans um leiðarrím (þ.e. ore-hljóðið sem þrætt er gegnum öll erindi
kvæðisins). En með því að fórna leiðarríminu skapar Helgi sér hinsvegar svigrúm til
að vinna með aðra formlega, þematíska og myndræna þætti sem hafa mikið að segja
um formgerð og framvindu kvæðisins.
Lykilorð: „Hrafninn“ eftir Edgar Allan Poe á íslensku; þýðingar og bókmenntasaga;
kvæðaþýðingar; samanburðarrýni.
ABSTRACT
A Visitor Arrives: On Edgar Allan Poe‘s
„The Raven“ and Seven Icelandic Versions of the Poem
This article focuses on various aspects of Edgar Allan Poe‘s poem „The Raven“ as
they appear both in the original and in seven Icelandic translations of the poem. The
history of the poem in Iceland spans more than a century, the first two translations,
both from 1892, being by two of Iceland’s most important poets at the time, Einar
Benediktsson and Matthías Jochumsson. Two more translations emerged in 1934
and 1941, by Sigurjón Friðjónsson and Skuggi (pen name of Jochum Eggertsson),