Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 8
7
Inngangur
Í íslenskri sagnfræði hefur sú skoðun verið áberandi að félagsgerð íslensks
samfélags á nítjándu öld hafi takmarkað verulega möguleika undirsáta til
þess að andæfa stöðu sinni og neytt þá með góðu eða illu til að umbera
hlutskipti sitt.1 Félagslegt taumhald hafi verið „árangursríkt“2 þar til
breytingar á formgerð samfélagsins á síðari hluta nítjándu aldar kölluðu
fram breytingar á hlutskipti alþýðu. Jafnvel einarðir andstæðingar form-
gerðarhyggju á borð við Sigurð Gylfa Magnússon lýsa undirsátum nítj-
ándu aldar sem föstum í fjötrum hefða sem ekki hafi verið dregnar í efa
fyrr en breytingar á samfélagsgerðinni á síðari hluta aldarinnar settu hið
viðtekna í uppnám.3 Þessi skoðun kallast á við þá algengu áherslu íslenskra
1 Sjá t.d. Gunnar Karlsson, „Atvinnubylting og ríkismyndun 1874–1918“, Saga Ís-
lands X, ritstj. Sigurður Líndal og Pétur Hrafn Árnason, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 2009, bls. 5–312, hér bls. 109–114 og 134–135; Guðmund Hálf-
danarson, „Íslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld“, Íslensk þjóðfélagsþróun 188–1990:
Ritgerðir, ritstj. Guðmundur Hálfdanarson og Svanur Kristjánsson, Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 1993,
bls. 9–58, hér bls. 18–19; Gísla Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland: Einokunarverslun
og íslenskt samfélag 1602–1787, Reykjavík: örn og örlygur, 1987, bls. 250–268;
Guðmundur Jónsson, „Stjórntæki gamla samfélagsins: Hundrað ár frá leysingu
vistarbandsins“, Ný Saga 1993, bls. 64–69; Braga Þorgrím Ólafsson, Íslensk rétt-
hugsun: Kenningin um ráðandi hugmyndafræði og íslensk samfélagsþróun á 19.
öld [ritgerð til MA-prófs], Reykjavík: Háskóli Íslands, 2003.
2 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Family and Household in Iceland 1801–1930: Studies in the
Relationship Between Demographic and Socio-economic Development, Social Legislation,
and Family and Household Structures, Uppsölum, Uppsala Universitet, 1988, bls.
174.
3 Sigurður Gylfi Magnússon, Wasteland with Words: A Social History of Iceland, Lond-
on: Reaktion books, 2010, bls. 46.
Ritið 3/2013, bls. 7–26
Vilhelm Vilhelmsson
Skin og skuggar mannlífsins
Nokkur orð um andóf, vald og íslenska sagnritun