Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 9
8
sagnfræðinga að skýra þær ástæður og það hugarfar sem lá að baki sam-
félagsgerð hins gamla landbúnaðarsamfélags frekar en hinn hversdags-
lega gang þess. Áherslan hefur verið á hugmyndafræði og skipulag félags-
legs taumhalds frekar en viðbrögð undirsáta við því, en slík viðbrögð eru
sjaldan jafn einhlít, augljós eða sjálfgefin og hin sagnfræðilega orðræða um
félagslegt taumhald gefur í skyn.4
Þess háttar framsetning á veruleika fortíðarinnar – jafnvel þótt hún
sé í grófum dráttum „sönn“5 – er einungis möguleg með því að afmá þá
skipulegu óreiðu sem einkennir öll tengsl manna á milli, tengsl sem eru
margvíslega mótuð af valdaafstæðum sem eru að miklu leyti huldar sjón-
um.6 Vald er í slíkum skilningi ekki fyrirbæri sem hægt er að ná tökum á og
halda í höndum sér heldur „net tengsla sem ætíð búa yfir mikilli spennu og
eru á sífelldu iði“, eins og franski heimspekingurinn Michel Foucault orðar
það.7 Valdaafstæður (e. power relations) felast því annars vegar í valdbeit-
ingu og hins vegar í fjölda mögulegra viðbragða þess sem fyrir valdbeit-
ingunni verður. Þær fela ávallt í sér möguleikann á andófi8 og sagnfræði
sem ekki gerir grein fyrir þeim möguleikum sem fólk stóð frammi fyrir í
valdaafstæðum daglegs lífs heldur aðeins útkomu atburðanna – fortíðinni
„eins og hún gerðist í raun“9 – er aðeins hálfkveðin vísa.
Tökum dæmi. Haraldur Clausen var sýslumaður í Gullbringu- og
4 Sjá Robert Van Krieken, „The poverty of social control: on explanatory logic
in the historical sociology of the welfare state“, Sociological Review 1/1991, bls.
1–25. Um notkun og þróun hugtaksins félagslegt taumhald í sagnfræði, sjá Pieter
Spierenburg, „Social control and history: An introduction“, Social Control in Europe
1500–1800, ritstj. Herman Roodenburg og Pieter Spierenburg, Columbus: ohio
State University, 2004, bls. 1–21.
5 Það er ekki markmið þessarar greinar að draga niðurstöður þessara ágætu sagn-
fræðinga í efa heldur að benda á takmarkanir sjónarhorns þeirra og aðferðafræði og
kosti þess að víkka sjóndeildarhringinn. Niðurstöður þeirra geta vel verið sannar
þó að sá sannleikur sem þær hafi fram að færa sé hvorki algildur né endanlegur.
Sbr. Má Jónsson, „Sannleikar sagnfræðinnar“, Skírnir 1992, bls. 440–450.
6 Sbr. James C. Scott, Domination and the Arts of Resistance: Hidden Transcripts, New
Haven: yale University Press, 1990, bls. 1–16.
7 Michel Foucault, Alsæi, vald og þekking: Úrval greina og bókarkafla, ritstj. Garð-
ar Baldvinsson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2005, bls.
123–124.
8 Michel Foucault, „The subject and power“, Critical Inquiry 4/1982, bls. 777–795,
hér bls. 789.
9 Sbr. söguspeki Leopolds von Ranke og annarra frumherja akademískrar sagnfræði.
Sjá Georg G. iggers, Sagnfræði á 20. öld: Frá vísindalegri hlutlægni til póstmódern-
ískrar gagnrýni, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004, bls. 11–12.
Vilhelm Vilhelmsson