Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 14
13
í stigveldi, arðráni, félagslegum þrýstingi, skipunum, aga eða öðrum form-
um valdboðs. Í stað þess að fylgja fastmótaðri skilgreiningu á andófi er
hegðun skoðuð í samhengi viðeigandi valdaafstæðna og svo staðsett innan
þessara vídda. Þannig má túlka einstaklingsbundna uppreisn unglings, sem
varir í skamman tíma og hefur engin önnur markmið en uppreisnina sjálfa,
sem andóf ekkert síður en langlífar pólitískar hreyfingar sem stefna að
umbyltingu heimsskipunarinnar. Það sem skiptir máli í túlkun á mögulegu
andófi er hið félagslega, menningarlega og pólitíska samhengi þar sem
athæfið á sér stað. Ef í athæfinu felst á einhvern hátt andstaða, ögrun eða
óhlýðni gagnvart samfélagsnormum, þjóðfélagsgerð, löggjöf eða annarri
valdbeitingu, er fyrir vikið mögulegt að túlka athæfið sem andóf.24
Atbeini, andóf og söguleg þekking
Margir þeirra erlendu sagnfræðinga sem hafa fjallað um eða beitt hug-
takinu ‘resistance’ hafa gert það með því yfirlýsta markmiði að sýna fram
á atbeina (e. agency) viðfangsefna sinna. Áhersla er lögð á að einstakling-
ar eða þjóðfélagshópar í fortíðinni hafi verið færir um sjálfstæða breytni
þrátt fyrir undirskipaða stöðu í samfélagi sínu, og að þeir hafi að einhverju
eða jafnvel öllu leyti verið óháðir mótunaráhrifum formgerða og félags-
legs taumhalds á hugarfar þeirra eða hegðun.25 Rannsóknir þeirra eru því
ákveðið mótvægi við fræðilegar áherslur þeirra sem leitað hafa að orsökum
þess að fólk andmælir ekki augljósu óréttlæti og hafa skýrt það með kenn-
ingum um firringu og falska vitund, bældar þrár og innrætta sjálfsögun
undirsáta.26
24 Það útilokar ekki annars konar túlkun á sama athæfi, né þýðir það að athæfið beri
að túlka sem andóf. Aðeins að sú túlkun sé þá möguleg.
25 Sjá t.d. E.P. Thompson, The Making of the English Working Class, Harmondsworth:
Penguin Books, 1968 [2. útg]; Mimi Sheller, „‘you signed my name but not my
feet‘: Paradoxes of peasant resistance and state control in post-revolutionary Haiti“,
Contesting Freedom: Control and Resistance in the Post-Emancipation Caribbean, ritstj.
Gad Heuman og david Trotman, oxford: Macmillan, 2005, bls. 89–103; Steph-
anie M.H. Camp, Closer to Freedom. Enslaved Women and Everyday Resistance in the
Plantation South, Chapel Hill: University of North Carolina Press, 2004; Wayne Te
Brake, Shaping History: Ordinary People in European Politics, 1500–1700, Berkeley:
University of California Press, 1998.
26 Tvö ólík dæmi um slíkt eru Erich Fromm, The Fear of Freedom, London: Routledge,
1960 [1942] og Barrington Moore Jr., Injustice: The Social Bases of Obedience and
Revolt, New york: M.E. Sharpe, 1978. Heimspekingurinn Michael Rosen hefur
skrifað einkar sannfærandi gagnrýni á slíkar kenningar. Sjá Michael Rosen, On
SKiN oG SKUGGAR MANNLÍFSiNS