Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 15
14
Umræðan um atbeina undirsáta í fortíðinni er nátengd umræðunni
um (sjálfs)vitund þeirra og hefur m.a. verið áberandi innan grasrótarsög-
unnar svokölluðu (e. history from below). Grasrótarsaga var mótuð af marx-
ískum sagnfræðingum og hugtakið „stéttarvitund“ hefur löngum verið
sameiginlegur útgangspunktur þeirra og mælikvarði á hegðun sögulegra
gerenda.27 Eric Hobsbawm áleit til dæmis andóf vera ýmist framsækið í
anda sósíalískrar stéttabaráttu eða „frumstætt“ og þannig dæmi um „for-
sögulega gerð“ stéttabaráttunnar þegar alþýðan hafði „ekki enn fundið“
það tungutak sem hún þarfnaðist til að tjá þrár sínar og vonir.28 Kenningar
marxismans um sögulega þróun, hugmyndafræði og falska vitund höfðu
því sterk áhrif á brautryðjendur grasrótarsögunnar en takmörkuðu jafn-
framt umfjöllun þeirra og skilning á þeirri alþýðu sem þeir hömpuðu svo
ákaft.
Þrátt fyrir ríkjandi „alþýðuhyggju“ hinnar íslensku söguendurskoð-
unar á níunda áratug síðustu aldar einkenndist hún að mörgu leyti af sama
vanda.29 Þar er jafnan horft fram hjá möguleikum undirsáta fortíðarinn-
ar til andófs með því að tengja hugtakið við stéttarvitund, og þá stéttar-
vitund við nývæðingu og myndun félagshreyfinga.30 Þegar verst lætur er
Voluntary Servitude: False Consciousness and the Theory of Ideology, Cambridge: Polity
Press, 1996.
27 Jim Sharpe, „History from below“, New Perspectives on Historical Writing, ritstj.
Peter Burke, Cambridge: Polity, 2001 [2. útg.], bls. 25–42, hér bls. 28.
28 Eric Hobsbawm, Primitive Rebels: Studies in Archaic Forms of Social Movement in
the 19th and 20th Centuries, New york: W.W. Norton & Co, 1959, bls. 2–10.
Hobsbawm sagði í viðtali árið 1986 að bókin hafi að hluta til verið skrifuð sem
andmælarit (e. polemic) gegn hugmyndafræði anarkismans. Bókin, sem er á margan
hátt einstakt framlag til sagnfræðirannsókna, er því ekki síður pólitískur áróður en
fræðileg rannsókn. Sjá Gregory Elliott, Hobsbawm: History and Politics, London:
Pluto Press, 2010, bls. 45.
29 Sbr. Hilmu Gunnarsdóttur, „Íslenska söguendurskoðunin: Aðferðir og hugmyndir
í sagnfræði á áttunda og níunda áratug tuttugustu aldar“, Frá endurskoðun til upp-
lausnar: Tvær prófritgerðir, einn formáli, þrjú viðtöl, sjö fræðigreinar, fimm ljósmyndir,
einn eftirmáli og nokkrar minningargreinar af vettvangi hugvísinda, ritstj. Hilma
Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon, Reykjavík: Mið-
stöð einsögurannsókna og Reykjavíkurakademían, 2006, bls. 23–110, sjá einkum
bls. 76–78 og 81–101.
30 Sjá t.d. Guðmund Jónsson, Vinnuhjú á 19. öld, ritstj. Jón Guðnason, Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1981, bls. 79–85; Magnús S. Magnússon, Ice land
in Transition: Labour and Socio-Economic Change Before 1940, Lund: Ekonomisk-
historiska föreningen, 1985, bls. 168–170; Gísla Gunnarsson, A Study of Causal
Relations in Climate and History With an Emphasis on the Icelandic Experience, Lund:
Lunds Universitet, 1980, bls. 26. Merkileg undantekning er rit Lofts Guttorms-
Vilhelm Vilhelmsson